Óðinn fjallaði á miðvikudaginn í síðustu viku um einkennilegan fund Lilja Daggar Alfreðsdóttur með dagvöruverslunum. Telur viðskiptaráðherrann að verðbólgunni sé verslunum að kenna en ekki henni sjálfri og ríkisstjórninni sem hún situr í.

Hér á eftir hluti pistilsins Óðins. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.

Framsókn að þurrkast út

Meðan verðbólgan er helsta meinsemdin í efnahagslífinu þá er Framsóknarflokkurinn það í stjórnmálalífinu.

Framsóknarflokknum tókst í síðustu alþingiskosningum að ná undraverðum árangri. Flokkurinn náði 17,3% fylgi og jók það um 6,6% milli kosninga. Í dag mælir Gallup flokkinn með 7,5% og hefur fylgið ekki mælst lægra í þrjú ár.

Óðinn fjallaði á miðvikudaginn í síðustu viku um einkennilegan fund Lilja Daggar Alfreðsdóttur með dagvöruverslunum. Telur viðskiptaráðherrann að verðbólgunni sé verslunum að kenna en ekki henni sjálfri og ríkisstjórninni sem hún situr í.

Hér á eftir hluti pistilsins Óðins. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.

Framsókn að þurrkast út

Meðan verðbólgan er helsta meinsemdin í efnahagslífinu þá er Framsóknarflokkurinn það í stjórnmálalífinu.

Framsóknarflokknum tókst í síðustu alþingiskosningum að ná undraverðum árangri. Flokkurinn náði 17,3% fylgi og jók það um 6,6% milli kosninga. Í dag mælir Gallup flokkinn með 7,5% og hefur fylgið ekki mælst lægra í þrjú ár.

Þetta er auðvitað lofsverður árangur hjá Sigurði Inga og Lilju Dögg. Svar þeirra við þessu fylgishruni er að eyða peningum annarra, bæði skattfé og lánsfé, í enn meiri mæli en áður.

Sigurður Ingi lofaði 900 milljörðum í vegabætur – sem flestar hverjar eru gagnslausar og glórulausar. Utan þess að það verða aldrei til peningar fyrir þeim.

Viðbrögð Lilju er að gera tilraun til að múta ríkisrekna fjölmiðlinum og einkareknu fjölmiðlunum með enn hærri framlögum.

***

Ríkisfjölmiðlunin

Í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni Benediktsson kynnti í fyrr í mánuðinum fyrir árið 2024 kemur fram að stórauka eigi styrki til fjölmiðla. Og halda áfram að reka ríkissjóð með skíttapi.

Aukningin nemur 669 milljónum króna eða 10,6%. Alls ætlar ríkisstjórnin að verja 7 milljörðum króna í fjölmiðlun og rekstur fjölmiðlanefndar.

Óðinn hefur bent á það í mörg ár að vandi einkarekinna fjölmiðla eigi ekki að leysa með ríkisstyrkjum, heldur eigi að draga úr umsvifum Ríkisútvarpsins sem er lamandi hönd á fjölmiðlamarkaði.

***

Sósíalismi Lilju

En sósíalistinn Lilja Alfreðsdóttir eru þessu ósammála. Hún vill handstýra hvernig fjölmiðlar hegða sér, rétt eins og dagvöruverslanir.

Lilja ætlar leggja fram frum­varp sem leggur skyldu á fjöl­miðla­veitur til að nýta hlut­fall af á­skriftar­tekjum sínum til miðlunar menningar­verk­efna sem stuðli að gerð sjón­varps­efnis á ís­lensku. Í tilkynningu frá henni segir:

Með frum­varpinu er ætlunin að kveða á um fyrir­komu­lag um skyldu­bundið menningar­fram­lag fjöl­miðla­veitna sem miðla efni til neyt­enda hér á landi með því að gera kröfu um að til­tekið hlut­fall af á­skriftar­tekjum vegna slíkrar miðlunar renni til menningar­verk­efna sem stuðli að gerð sjón­varps­efnis á ís­lensku.

***

Fyrst eyðileggur ríkið rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að stórauka framlög til Ríkisútvarpsins. Síðan stingur ríkið dúsu upp í einkareknu fjölmiðlanna í nafni þess að vernda frelsi þeirra og gera þeim kleift að veita stjórnvöldum aðhald. Síðan kemur ríkið og segir fjölmiðlunum hvert dagskrárefnið eigi að vera.

Bjóst einhver við að framsóknarmenn myndu ekki misnota aðstöðu sína í skjóli fjölmiðlastyrkjanna?

***

Hver eru eiginlega rökin?

En víkjum aftur að ríkisstyrkjum til fjölmiðla. Auka á framlögin til Ríkisútvarpsins um 7,2% eða 418 milljónir króna. Það er auðvitað galið þegar ríkissjóður verður rekinn með 46 milljarða tapi.

Enn vitlausara er að auka framlögin til einkarekinn fjölmiðla um 52,5%, úr 477 m.kr. í 727 milljónir króna á næsta ári.

Hver eru eiginlega rökin, Lilja Dögg Alfreðsdóttir?

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu miðvikudaginn 19. september. Áskrifendur geta lesið blaðið og pistilinn í fullri lengd hér.