Djúpstæður ágreiningur hefur myndast um tvö mál innan ríkisstjórnarflokkanna undanfarnar vikur. Engin sátt hefur verið um þau hingað en ágreiningur hefur dýpkað mjög.

Annars vegar hömlulaus útgjöld til útlendingamála. Talið er að kostnaðurinn við málaflokkinn þegar allt er talið – til dæmis heilbrigðisþjónusta – kosti ríkissjóð um 30-40 milljarða króna á ársgrundvelli.

Sérstaklega eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn óánægðir með að landamærin séu galopin fyrir hælisleitendum sem kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir á sama tíma og menntakerfi, velferðarkerfi og heilbrigðiskerfi þola ekki slíkan fjölda.

Djúpstæður ágreiningur hefur myndast um tvö mál innan ríkisstjórnarflokkanna undanfarnar vikur. Engin sátt hefur verið um þau hingað en ágreiningur hefur dýpkað mjög.

Annars vegar hömlulaus útgjöld til útlendingamála. Talið er að kostnaðurinn við málaflokkinn þegar allt er talið – til dæmis heilbrigðisþjónusta – kosti ríkissjóð um 30-40 milljarða króna á ársgrundvelli.

Sérstaklega eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn óánægðir með að landamærin séu galopin fyrir hælisleitendum sem kosta ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir á sama tíma og menntakerfi, velferðarkerfi og heilbrigðiskerfi þola ekki slíkan fjölda.

Hins vegar bann Svandísar Svavarsdóttur við hvalveiðum sem virðist meira segja hafa komið henni sjálfri á óvart – í ljósi fyrri ummæla.

Framsóknarmenn um landið allt eru væntanlega mjög ósáttir yfir þessari ákvörðun. Enda vafalaust næsta verkefni Svandísar og kanna, og eftir atvikum banna, slátrun sauðfjár og nautgripa og veiðar á villtum laxi.

Auðvitað eru ágreiningsmálin miklu fleiri. Og það kæmi Tý lítið á óvart ef stjórnin springi. Í raun myndu hann fagna því.

Því þetta er ömurleg vinstristjórn.

Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa gefið alltof mikið eftir gagnvart Vinstri grænum - sem mælast nú aðeins með 5,7% fylgi samkvæmt Gallup – og eru að stýra þjóðarskútunni í strand.

Dauðastríð ríkisstjórnarinnar verður lengra en steypireiðanna, sem Svandísi er svo annt um.

Sigurður Ingi hefur sýnt og sannað að hann er ekki mikill forystumaður en hann mun líklega hlusta á framsóknarmenn um allt land sem hljóta að hafa miklar áhyggjur af stöðunni.

En Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar forystulaus. Það verður fróðlegt að heyra sjónarmið Bjarna Benediktssonar um hvalveiðarnar þegar hann snýr aftur úr golfferðinni – ef hann snýr þá aftur.

Er Þórdís Kolbrún ekki líka örugglega einhvers staðar erlendis, jafnvel í heimsókn í einhverju sendiráði - að kynna sér bráðnauðsynleg verkefni þar?

Týr er fastur dálkur í Viðskiptablaðinu og vb.is.