Í könnun sem birt var vestra í kjölfar fyrstu myndanna frá sjónaukanum sögðust nefnilega 60% telja að peningunum væri vel varið. Við erum jú forvitin dýrategund, eða eins og sagt er, við hugsum og þess vegna erum við. Það er því mikilvægt að kryfja gangverk lífsins – og kannski ekki síður hversdagsleikans. Af því tilefni eru hér nokkrar spurningar, valdar af talsverðu handahófi:
Hvort kom fyrst, hlíðin eða vatnið í heiti Vatnshlíðarvatns? Af hverju þarf fólk að tala svona mikið í kallkerfið í flugvélum? Hvers vegna setja unglingar tómar mjólkurfernur í ísskápinn? Hefur einhvern tímann verið haldinn of stuttur fundur? Veit fólk að Ítalir drekka minna en við, þótt þeir borgi miklu minna fyrir flöskuna og geti keypt áfengi hvar sem er? Af hverju er ég alltaf í öryggisleitarröðinni með fólkinu sem virðist aldrei hafa heyrt um öryggisleit?
Greinin birtist í heild í Viðskiptablaðinu 14. júlí 2022.