Hrafnarnir hafa miklar áhyggjur af því álagi sem tilgangslausar fyrirspurnir þingmanna valda í stjórnkerfinu. En sem kunnugt er þá eru sífelld sífellt að spyrja ráðuneyti um upplýsingar sem eru öðru dauðlegu fólki aðgengilegar á veraldarvefnum.

Hrafnarnir eins og allir vita mega ekkert aumt sjá og þess vegna hafa þeir ákveðið að taka að sér að svara slíkum fyrirspurnum þannig að embættismenn í ráðuneytum geti einbeitt sér alfarið að sínum mikilvægu störfum.

Fyrsta fyrirspurnin kemur frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir þingmanni Viðreisnar og einum fremst sérfræðingi þingsins í efnahags- og peningamálum. Þorbjörgu langar að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra svari eftirfarandi:

1.      Hvar stendur Ísland í samanburði við önnur ríki OECD hvað varðar skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þegar horft er til álits fjármálaráðs frá apríl 2021 þar sem alþjóðlegur samanburður á umfangi hins opinbera miðast við skatttekjur og lífeyrisgjöld?
     2.      Hvar stendur Ísland í samanburði við Norðurlöndin hvað varðar skatttekjur sem hlutfall af landsframleiðslu, sbr. ofangreint?

Og svarið er: Í fyrsta lagi eru skattar hvergi hærri en á Íslandi í ríkjum OECD eða 32,1% af landsframleiðslu. Hlutfallið er langhæst í Danmörku þar sem að það er ríflega 45% en hlutfallið er litlu hærra á Noregi, Nýja Sjáland og Íslandi.

Þessar tölur eru leiðréttar fyrir greiðslu almannatrygginga. Þetta er gert vegna þess að íslenska lífeyrissjóðskerfið byggir á sjóðsöfnum meðan að lífeyriskerfi nánast allra OECD ríkja byggir á gegnumstreymi og þar af leiðandi eru þær greiðslur fjármagnaðar gegnum skattkerfið á hverjum tíma.

Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu, með og án almannatryggingakerfis. Heimild: OECD

Íslands er í sérflokki ásamt hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu þegar almannatryggingakerfið er tekið með í heild sinni. Skatthlutfallið á Íslandi er þá tæplega 43% sem er álíka mikið og í Finnlandi og Svíþjóð. Hlutfallið í Noregi er 38% og hæst er það í Danmörku þar sem að það er tæplega 48%.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.