Á dögunum birtist frétt á Vísi þar sem íbúi á Hellu kvartaði undan „sturluðu“ verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu. Það er svo sem ekkert nýtt að íslenskir fjölmiðlar telji það fréttnæmt þegar fólk kvartar undan öllu mögulegu í nærumhverfi sínu. En það sem Hröfnunum þótti markverðast við raunir íbúa Hvolsvallar er að þetta „sturlaða“ verðlag er í boði ríkisstofnunar sem hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni íslenskra neytenda, Samkeppniseftirlitið.
Eins og þekkt er orðið setti Páll Gunnar Pálsson og hans fólk hjá eftirlitinu það sem skilyrði fyrir því að N1 og Festi fengju grænt ljós á samruna að Festi lokaði verslunum sínum á Hellu og í Nóatúni. Það fór svo að lokum að Samkaup festi kaup á báðum verslunum.
Eftirlitið óttaðist að þar sem N1 og Festi væru nánir keppinautar á umræddu markaðssvæði gæti takmarkað samkeppnislegt aðhald m.a. leitt til hærra vöruverðs. Ekki fæst þó betur séð en að aðgerðir eftirlitsins hafi einmitt látið þeirra stærsta ótta verða að veruleika.
Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins.