Mengun skemmtiferðaskipa hefur verið til umræðu að undanförnu. Það stefnir í metár í komu slíkra skipa og margir hafa áhyggjur af menguninni sem hlýst af útblæstri þeirra ekki síst þegar þau liggja við höfn.

Þannig lásu hrafnarnir um að mengunarský hefði legið yfir Akureyri fyrr í sumar og samkvæmt nýrri skýrslu er Ísland meðal þeirra landa sem glíma við mestu mengunina vegna komu slíkra skipa.

Hrafnarnir sáu að fjölmiðlar leituðu viðbragða hjá Sigrúnu Ágústsdóttur formanni Umhverfisstofnunar og Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í vikunni. Sigrún benti á að regluverk ESB myndi leysa öll þessi vandamál á endanum og umhverfisráðherra sagði ástandið sýna fram á nauðsyn þess að flýta fyrir rafvæðingu hafna. Hrafnarnir vilja benda á aðra skilvirkari og þjóðlegri lausn: Almannavarnir banni aðgang almennings að Sundahöfn og Miðbakkanum rétt eins og gosinu á Reykjanesi.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði