Það hefur vakið furðu lítið umtal að hin fjölmenna samninganefnd Eflingar hefur mætt fylktu liði til samningaviðræðna við SA klætt einkennisbúningum. Svartstakkar Sólveigar Önnu Jónsdóttur klæðast allir svokölluðum bomber-jökkum í svörtum lit  sem eru merktir Eflingu í bak og fyrir.

Þessi ásjóna vekur ýmis og vafasöm hugrenningatengsl og velta hrafnarnir fyrir sér hvort leikurinn sé til þess gerður. Þannig velja skallabullur (e. skin heads) sér slíka jakka þegar þeir ganga fylktu liði um borgir Evrópu öllum til sárra leiðinda. Lausnamiðaður samningsvilji er að minnsta kosti ekki það fyrsta sem hröfnunum dettur í hug þegar hann sér myndir í blöðum af svartstökkum Sólveigar í samninganefndinni sem telur hátt í hundrað manns.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 22. desember 2022.