Einhvern tíma var það boðað að Ágúst Einarsson og niðjar hans ættu að leggja reglulegt mat á framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslunnar.

Einhvern tíma var það boðað að Ágúst Einarsson og niðjar hans ættu að leggja reglulegt mat á framlag menningar og skapandi greina til landsframleiðslunnar.

Nú hefur Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, komist að þeirri niðurstöðu að hver króna sem ríkið greiðir til þessara greina skili sér þrefalt til baka og sé því framlag menningarinnar til landsframleiðslunnar litlu minna en sjávarútvegsins. Þetta er sama niðurstaða og faðir Ágústs komst að árin 2004 og 2010. Að baki þessari niðurstöðu liggur mikil talnaleikfimi sem felur meðal annars í sér að hugbúnaðargeirinn er tekinn með í reikninginn.

Vafalaust mun Lilja Alfreðsdóttir, menningarráðherra sem pantaði skýrsluna, nota hana til að réttlæta frekari niðurgreiðslur. Það gerði hún fyrr á árinu eftir að hafa pantað skýrslu sem sýndi að Ísland gæti orðið ríkasta land heims með óheftum niðurgreiðslum til kvikmyndagerðar. En á þessu eru fleiri vinklar. Vinstri menn benda stundum á að auðlindagjöld í sjávarútvegi dekki ekki þann kostnað sem ríkið ber vegna sjávarútvegsins vegna hafrannsókna, eftirlits og fleira. Hrafnarnir velta fyrir sér hvort menn eigi ekki að snúa þessu á hvolf og segja að þrátt fyrir að ríkið leggi aðeins tíu milljarða í útveginn sé hann að skila svipuðu framlagi til landsframleiðslunnar og hinar skapandi greinar.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 9. október 2024.