Löng hefð fyrir því hér á landi að fyrrverandi formenn fjórflokksins og arftaka þeirra séu skipaðir sendiherrar. Svo virðist sem Samfylkingin sé að feta svipaðar slóðir á vettvangi borgarmálanna. Það er að segja þegar kemur að aðstoðarmönnum borgarstjóra úr röðum flokksins. Hrafnarnir lásu um það í vikunni að Pétur Ólafsson hefði verið ráðinn þróunar- og viðskiptastjóri Veitna, sem er dótturfélag OR, án auglýsingar.

Pétur hefur verið aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar og hefur hans helsta hlutverk verið að segja fjölmiðlum að tala við einhvern annan en borgarstjóra þegar erindin eru óþægileg. Eiríkur Hjálmarsson ruddi brautina í þessum efnum. Hann var aðstoðarmaður Steinunnar Valdísar Óskarsdóttir þegar hún var borgarstjóri. Eiríkur var svo ráðinn upplýsingafulltrúi OR við lok valdatíðar hennar.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 8. desember 2022.