Hvað eiga Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, og Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, sameiginlegt?
Hvað eiga Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, og Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, sameiginlegt?
Hrafnarnir höfðu reyndar ekki hugmynd um það fyrr en þeir flugu á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands. Að mati KSÍ geta menn ekki orðið frambærilegir knattspyrnuþjálfarar án þess að bergja á vatni viskubrunns þessa fólks.
Þó að erindi Potters sem fyrirlesarar á þjálfaranámskeiði sé öllu ljósara heldur en hinna tveggja telja hrafnarnir Katrínu geta kennt þjálfurunum eitt og annað.
Til að mynda getur hún kennt þjálfurunum að gera mikið úr litlu en eins og þekkt er orðið tókst Katrínu í tíð sinni að draga tennurnar úr stærsta ríkisstjórnarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, og skikka flokkinn til að vera hluti af vinstri stjórn tvö kjörtímabil í röð.
Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.