Það eru hátt í 50 ár síðan laxeldi hófst á Íslandi. Það gekk misjafnlega í byrjun en nú loks hefur eldið náð að koma undir sig fótunum. Sjókvíaeldi hefur breytt miklu fyrir dreifðari byggðir, skapað mikilvæg störf og drjúgar útflutningstekjur. Mikil vinna liggur að baki þessum árangri og mikilvægt að áfram sé vandað til verka.

Það er ekki til sú atvinnugrein þar sem aldrei eru gerð mistök og óhöpp geta átt sér stað. Það getur gerst, og það hefur gerst, að lax sleppi úr sjókvíum. Þegar það gerist er sá möguleiki fyrir hendi að laxinn syndi upp ár. Að vísu er það jafnan þannig að laxinn heldur sig nálægt kvínni, þar sem fæði er að finna, en vissulega hefur það gerst að lax hefur leitað upp í ár.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði