Týr fylgdist með umræðum á Alþingi í morgun – þeirri fyrstu eftir boðun Alþingiskosninga sem fram eiga að fara 30. nóvember.
Það var fyrst og fremst ræða Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar sem vakti athygli. Þar kvað við nýr tónn sem vafalaust mun hljóma undir kosningabaráttu flokksins á næstu vikum.
Tónninn er sleginn bæði í moll og dúr. Í fyrri hluta ræðunnar fjallaði Kristrún um hið særða þjóðarstolt vegna vinnumansals og ástandsið velferðarkerfinu.
Síðari hluti ræðunnar var bjartari. Þar fjallaði Kristrún um hvernig henni er tekið fagnandi hvert sem hún fer enda þrái fólkið í landinu nýtt upphaf með hana í brú þjóðarskútunnar. Fólk hreinlega þráir ekkert frekar en að greiða henni atkvæði og veita henni peningagjafir.
„Eins og einn stóratvinnurekandi sagði við mig á dögunum – með leyfi forseta: „Ég hefði aldrei haldið að ég myndi styrkja Samfylkinguna. En gjörðusvovel, Kristrún. Við hlökkum bara til þegar það verður byrjað að stjórna landinu aftur – gangi þér vel.“ Ég segi: Takk – við þurfum þetta hugarfar.
Og sama með kokkinn sem ég spjallaði við í mötuneyti hjá iðnfyrirtæki rétt utan við Reykjavík, sem sagði: „Kristrún, ég hef alla ævi kosið Sjálfstæðisflokkinn. En þú færð allavega mitt atkvæði næst.“ Þá segi ég: Velkominn með – og takk fyrir traustið. Takk fyrir að taka eftir því að breytingarnar sem við höfum ráðist í eru raunverulegar. Og takk fyrir að þora að taka skrefið og skipta um flokk og gefa þessu tækifæri.“
Tý þótti tónninn í þessum orðum býsna kunnuglegur. Þess vegna bað hann gervigreindina að þýða þau yfir á ensku og setja blæ og orðfæri Donald Trump á orðfærið. Niðurstaðan er þessi:
Let me tell you, folks, just the other day a big-time business guy came up to me—true story, believe me—and he said, “You know, I never thought I’d be supporting the Social Democrats. Never in a million years. But you know what, Kristrún, go ahead and do it. We’re just looking forward to seeing this country get back on track. Best of luck to you.” And I said, “Thank you—because that’s the kind of spirit we need. We need winners who are ready to make this country great again!”
Okay, folks, let me tell you, I was chatting with this chef—great guy, tremendous guy—at a company cafeteria just outside Reykjavik. And he says to me, “Kristrún, I’ve voted for the Independence Party my whole life. My whole life! But you know what? Next time, you’ve got my vote.” And I said, “Welcome aboard, my friend—welcome to the winning team!” Thank you for the support, because people are seeing it. They’re seeing the real change, the big, beautiful changes we’re making. And let me tell you, it takes guts, folks. It takes guts to switch sides and say, “I’m ready for something different.” So thank you for stepping up, because we’re bringing this country back, bigger and better than ever before!
Týr getur sannarlega fallist á það að nýtt upphaf er hafið hjá Samfylkingunni undir handleiðslu Kristrúnar.
Týr er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins.