Hversu mikil áhrif hefur aðgangur að tungumálinu á lífsgæði innflytjenda á Íslandi? Jafnrétti á vinnumarkaði felur í sér inngildingu, það þýðir ekki að allir fái það sama – það þýðir að allir hafi aðgang að jöfnum tækifærum til að starfa á vinnumarkaði. Jafnrétti í tungumálinu er mikilvægt atríði.
Fjölbreytni er lykilhugtak fyrir fyrirtæki og nýsköpun. Rannsóknir sýna að skipulagsheildir sem búa fjölbreytt teymi skila meiri ávinningi og sinna nýsköpun betur. Teymi sem samanstanda af fólki af mismunandi menningar bakgrunni, aldri, kynjum og reynslusögum hafa víðari sýn á heiminn, skapa meira, finna fjölbreyttari lausnir og leysa vandamál á nýja og betri máta.
Svo virðist sem vinnumarkaðurinn geri sér ekki grein fyrir því hversu fjölbreytt samfélagið hér á landi er orðið. Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65 þúsund á rétt rúmum 20 árum. Rannsókn á vinnumarkaði sem kynnt var á Jafnréttisþingi 2022 sýnir að yfir 20% vinnuafls á Íslandi er af erlendum uppruna en samt er einnungis 1% í samkeppnishæfari störfum. Við töpum miklum verðmætum með því að huga ekki að þessu fólki. Fyrirtæki verða að endurskilgreina hvað fjölbreytni þýðir í raun og veru. Hversu fjölbreytt er fyrirtækið þitt og þinn íðnaður? Ert þú að hvetja til fjölbreytni og nýsköpunar í þínu fyrirtæki? Er grundvöllur fyrir fjölbreytni á Íslandi?
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði