Fyrirsjáanlegasta frétt vikunnar var sú staðreynd að meirihlutanum í borginni takist ekki að standa við margendurtekið kosningaloforð sín um leikskólapláss fyrir yngstu börnin næsta haust.
Eins og Viskiptablaðið benti á fyrir kosningarnar byggðu þau loforð á heldur hæpnum forsendum. Jafnvel þó að borginni tækist að standa við áætlanir sínar um að fjölga leikskólaplássum — sem ekki hefur gengið hingað til — mun enn á annað þúsund barna í borginni vanta leikskólapláss við lok kjörtímabilsins árið 2026 sökum væntrar íbúafjölgunar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist við Vísi hafa kannað málið og að von væri á svörum um stöðu innritunar eftir verslunarmannahelgi.
Hvernig má vera að borgarstjórinn, sem stært sig hefur af því að borgin fjárfesti fyrir tíu milljarða króna í upplýsingatæknikerfum sínum, geti ekki fengið svör við slíkum grundvallarspurningum úr tölvukerfum borgarinnar með meiri hraða?
Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins sem kom út 21. júlí 2022.