Nú hefur verið boðað til alþingiskosninga í lok næsta mánaðar. Flokkarnir eru því í óða önn að setja upp leiktjöldin og finna leikara með ærnum tilkostnaði. Mikilvægur þáttur í þeim sýningum sem eru framundan er að reyna að hafa stjórn á því um hvað verði kosið. Flokkarnir reyna auðvitað að tína til þau mál sem þeir telja henta þeim og reyna að láta kosningarnar snúast um þau. Vissulega verður talsverð umræða í kosningabaráttunni um heilbrigðismál, menntamál, orkumál og síðast en ekki síst um landamærin og hælisleitendamál, svo dæmi séu tekin. En þegar uppi er staðið munu þessar kosningar snúast um hvort kjósendur vilji stjórn til vinstri, einhvers konar Reykjavíkurlista eins og þekkist úr borgarstjórn eða borgaralega stjórn til hægri.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði