Íslenskir stjórnmálamenn lýsa gjarnan miklum áhyggjum yfir upplýsingaóreiðu og falsfréttum og telja það jafnvel ógn við lýðræðið. Þeir eru ekki mikið fyrir sjálfskoðun því hvergi er að finna meiri upplýsingaóreiðu og fals og hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Dæmin er mörg en sem nýlegt dæmi má nefna vantrauststillögu á fyrrverandi dómsmálaráðherra þar sem tillögumenn héldu því blákalt fram með rangfærslum og útúrsnúningi að ráðherra hefði brotið þingskaparlög. Annað dæmi, sem er örugglega einshvers konar met í upplýsingaóreiðu, falsi og almennum þvættingi stjórnmálamanna, er svokallað Lindarhvolsmál sem hér verður gert að umfjöllunarefni.
Nauðsynlegt er að fara yfir helstu staðreyndir svo hægt sé að greiða úr allri óreiðunni. Sigurður Þórðarson var settur ríkisendurskoðandi í mjög afmarkað verkefni þar sem þáverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, var vanhæfur hvað það varðaði. Verkefnið var að hafa eftirlit með störfum Lindarhvols, sem var stofnað til þess eins að selja eignir sem ríkið hafði fengið sem stöðugleikaframlag fyrir utan Íslandsbanka, og endurskoða reikninga þess. Sigurður var settur ríkisendurskoðandi þar til verkefninu lyki eða þar til skilyrði vanhæfis væru ekki lengur fyrir hendi. Mat á verðmæti þessara eigna lá fyrir þegar samningur um stöðuleikaframlagið var gerður 2016. Í ársbyrjun 2018 voru þessar eignir nánast allar seldar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði