Aðeins 7% landsmanna eru ánægð með söluna á Íslandsbanka en 83% eru óánægð. Auðvitað má gefa sér að ákveðinn hópur fólk sé á móti einkavæðingu ávallt og alltaf en sá hópur er ekki 80%. Stór hluti þeirra sem segist óánægður skilur einfaldlega ekki hvers vegna verulegur hluti bréfa í banka hafi verið seldur með afslætti eftir lokun markaða í illa skilgreindan hóp. Þetta er PR-slys á stjarnfræðilegum skala.

Ég held reyndar að fólkið með dýpstu reiðina séu ekki kjörklefakúkarar og marxistar. Þeirra gremja gagnvart markaðsöflunum er nokkurn veginn jöfn og stöðug. Markaðssinnarnir eru í raun reiðari. Þeir eru reiðir af því að það er aftur, með stórkostlegu klúðri, búið að skemma hugmyndina um einkavæðingu. Að minnsta kosti tímabundið.

Ríkisstjórnin sjálf er búin að gefa frekari sölu á bréfum í Íslandsbanka á kjörtímabilinu upp á bátinn. Þá á sem sagt ekki að minnka báknið á fjármálamarkaði næstu 3,5 ár!

Farið með veggjum

Um daginn mátti lesa nokkuð sérstaka gagnrýni á arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur frá oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Gagnrýnin var sett fram á þann hátt að Orkuveitan gæti bara sleppt því að greiða út arð og lækkað gjaldskrár í staðinn. Þá myndu allir borgarbúar eiga efni á utanlandsferð.

Gjald fyrir rafmagn er ekki skattur. Arðurinn sem rafmagnsframleiðendur greiða sér er ekki skattur. Þótt menn freistist til að fela tímabundið hörðustu markaðshyggjuna vegna Íslandsbankaklúðursins er samt ansi bratt að leggja það til að Orkuveitan verði nonprofit félag. Þótt menn vilji ekki nefna eignasölu eða einkarekstur á nafn í kosningaáherslum þá eru þetta samt mál sem vert er að ræða. Einkavæðing sem faglega er staðið að er ekki vond hugmynd.

Malbikunarstöð

Borgin rekur malbikunarstöð en það er starfsemi sem borgin ætti að selja. Það var mál sem Viðreisn setti á oddinn í seinustu kosningum og mál sem Viðreisn hefur fylgt eftir og unnið að. Stjórn malbikunarstöðvarinnar er nú að meirihluta skipuð óháðum stjórnarmönnum. Búið er að finna félaginu nýjan stað í Hafnarfirði og fjármálasviði borgarinnar hefur verið falið að skoða kosti og galla sölu.

Gagnrýnin frá Sjálfstæðisflokknum hefur verið að félagið hafi ekki verið selt í nægilega miklum asa. En hér eru fagleg vinnubrögð mikilvægari en hraði. Það er ekki skynsamlegt að selja fyrirtæki á brunaútsölu og það er ekki gott ef vafi er um ferlið. Sem betur fer hefur borgin selt svipuð fyrirtæki áður og þá reynslu má nýta. Vélasalan var seld árið 2005. Mótaðir voru söluskilmálar og réttindi starfsfólks við söluna tryggð. Síðan var félagið auglýst til sölu, umslög opnuð og félagið selt hæstbjóðanda. Svipaða leið ætti að fara nú með malbikunarstöðina.

Samgöngur

Þegar farið verður í Sundabraut er best að nýta reynslu Hvalfjarðarganga og gera það í einkaframkvæmd. Gjöld notenda myndu þá borga upp framkvæmdina á ákveðnum árafjölda og að því loknu myndi fjárfestingin renna til hins opinbera.

Viðreisn er líka þeirrar skoðunar að rekstur bílastæðahúsa og innheimta bílastæðagjalda í borgarlandi mætti færast alfarið yfir til einkaaðila. Hér eru mikil tækifæri til nýsköpunar. Tæknin er alltaf að breytast og ólíklegt er að bílastæðalausn sem búin væri til frá grunni í dag fæli í sérv hjörð eftirlitsmanna sem gengu um bæinn og sektuðu bíla.

Síðan er það Strætó. Réttast væri ef allur akstur á vegum Strætó væri á höndum einkaaðila sem myndu þá einnig sjá um fjárfestingar í bílaflota. Strætó sjálft ætti fyrst og fremst að sjá um leiðakerfi, farmiðasölu og almennt utanumhald.

Sorphirða

Skynsamlegt er að virkja krafta einkaframtaksins í mun meira mæli þegar kemur að sorpmálum. Bjóða ætti út hluta starfsemi Sorpu og jafnvel selja út valda þætti.

Ein rök fyrir opinberum rekstri eru þau að kostnaður sparast því vaxtakostnaðurinn vegna fjárfestinganna er lægri. Hitt gleymist þó stundum að hann er lægri vegna þess að lánveitendur eru með veð í tekjum sveitarfélagsins. Áhættan lendir því á skattgreiðendum eins og sást með gas- og jarðgerðarstöðina nýverið.

Á næsta kjörtímabili munu íslensk sveitarfélög standa frammi fyrir því risaverkefni að þurfa að reisa nýja sorpbrennslustöð. Um þetta hefur lítið verið rætt. Það er stefna Viðreisnar að svokölluð PPP-leið, þar sem stöðin er reist í samstarfi einkaaðila og opinberra aðila, sé fyrsti kostur.

Að lokum

Málefni einkareksturs og eignasölu eiga sannarlega erindi í kosningunum í maí. Tækifærin til að virkja krafta einkaframtaksins eru víða. Kjósendur sem deila þessum skoðunum þurfa að gera upp við sig hverjum þeir treysta best til að tala fyrir þeim sjónarmiðum. Hér er Viðreisn klár til flugs, meðan aðrir flokkar virðast halda sig til hlés, vængbrotnir eftir ófarir síðustu vikna.

Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.

Aðeins 7% landsmanna eru ánægð með söluna á Íslandsbanka en 83% eru óánægð. Auðvitað má gefa sér að ákveðinn hópur fólk sé á móti einkavæðingu ávallt og alltaf en sá hópur er ekki 80%. Stór hluti þeirra sem segist óánægður skilur einfaldlega ekki hvers vegna verulegur hluti bréfa í banka hafi verið seldur með afslætti eftir lokun markaða í illa skilgreindan hóp. Þetta er PR-slys á stjarnfræðilegum skala.

Ég held reyndar að fólkið með dýpstu reiðina séu ekki kjörklefakúkarar og marxistar. Þeirra gremja gagnvart markaðsöflunum er nokkurn veginn jöfn og stöðug. Markaðssinnarnir eru í raun reiðari. Þeir eru reiðir af því að það er aftur, með stórkostlegu klúðri, búið að skemma hugmyndina um einkavæðingu. Að minnsta kosti tímabundið.

Ríkisstjórnin sjálf er búin að gefa frekari sölu á bréfum í Íslandsbanka á kjörtímabilinu upp á bátinn. Þá á sem sagt ekki að minnka báknið á fjármálamarkaði næstu 3,5 ár!

Farið með veggjum

Um daginn mátti lesa nokkuð sérstaka gagnrýni á arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur frá oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Gagnrýnin var sett fram á þann hátt að Orkuveitan gæti bara sleppt því að greiða út arð og lækkað gjaldskrár í staðinn. Þá myndu allir borgarbúar eiga efni á utanlandsferð.

Gjald fyrir rafmagn er ekki skattur. Arðurinn sem rafmagnsframleiðendur greiða sér er ekki skattur. Þótt menn freistist til að fela tímabundið hörðustu markaðshyggjuna vegna Íslandsbankaklúðursins er samt ansi bratt að leggja það til að Orkuveitan verði nonprofit félag. Þótt menn vilji ekki nefna eignasölu eða einkarekstur á nafn í kosningaáherslum þá eru þetta samt mál sem vert er að ræða. Einkavæðing sem faglega er staðið að er ekki vond hugmynd.

Malbikunarstöð

Borgin rekur malbikunarstöð en það er starfsemi sem borgin ætti að selja. Það var mál sem Viðreisn setti á oddinn í seinustu kosningum og mál sem Viðreisn hefur fylgt eftir og unnið að. Stjórn malbikunarstöðvarinnar er nú að meirihluta skipuð óháðum stjórnarmönnum. Búið er að finna félaginu nýjan stað í Hafnarfirði og fjármálasviði borgarinnar hefur verið falið að skoða kosti og galla sölu.

Gagnrýnin frá Sjálfstæðisflokknum hefur verið að félagið hafi ekki verið selt í nægilega miklum asa. En hér eru fagleg vinnubrögð mikilvægari en hraði. Það er ekki skynsamlegt að selja fyrirtæki á brunaútsölu og það er ekki gott ef vafi er um ferlið. Sem betur fer hefur borgin selt svipuð fyrirtæki áður og þá reynslu má nýta. Vélasalan var seld árið 2005. Mótaðir voru söluskilmálar og réttindi starfsfólks við söluna tryggð. Síðan var félagið auglýst til sölu, umslög opnuð og félagið selt hæstbjóðanda. Svipaða leið ætti að fara nú með malbikunarstöðina.

Samgöngur

Þegar farið verður í Sundabraut er best að nýta reynslu Hvalfjarðarganga og gera það í einkaframkvæmd. Gjöld notenda myndu þá borga upp framkvæmdina á ákveðnum árafjölda og að því loknu myndi fjárfestingin renna til hins opinbera.

Viðreisn er líka þeirrar skoðunar að rekstur bílastæðahúsa og innheimta bílastæðagjalda í borgarlandi mætti færast alfarið yfir til einkaaðila. Hér eru mikil tækifæri til nýsköpunar. Tæknin er alltaf að breytast og ólíklegt er að bílastæðalausn sem búin væri til frá grunni í dag fæli í sérv hjörð eftirlitsmanna sem gengu um bæinn og sektuðu bíla.

Síðan er það Strætó. Réttast væri ef allur akstur á vegum Strætó væri á höndum einkaaðila sem myndu þá einnig sjá um fjárfestingar í bílaflota. Strætó sjálft ætti fyrst og fremst að sjá um leiðakerfi, farmiðasölu og almennt utanumhald.

Sorphirða

Skynsamlegt er að virkja krafta einkaframtaksins í mun meira mæli þegar kemur að sorpmálum. Bjóða ætti út hluta starfsemi Sorpu og jafnvel selja út valda þætti.

Ein rök fyrir opinberum rekstri eru þau að kostnaður sparast því vaxtakostnaðurinn vegna fjárfestinganna er lægri. Hitt gleymist þó stundum að hann er lægri vegna þess að lánveitendur eru með veð í tekjum sveitarfélagsins. Áhættan lendir því á skattgreiðendum eins og sást með gas- og jarðgerðarstöðina nýverið.

Á næsta kjörtímabili munu íslensk sveitarfélög standa frammi fyrir því risaverkefni að þurfa að reisa nýja sorpbrennslustöð. Um þetta hefur lítið verið rætt. Það er stefna Viðreisnar að svokölluð PPP-leið, þar sem stöðin er reist í samstarfi einkaaðila og opinberra aðila, sé fyrsti kostur.

Að lokum

Málefni einkareksturs og eignasölu eiga sannarlega erindi í kosningunum í maí. Tækifærin til að virkja krafta einkaframtaksins eru víða. Kjósendur sem deila þessum skoðunum þurfa að gera upp við sig hverjum þeir treysta best til að tala fyrir þeim sjónarmiðum. Hér er Viðreisn klár til flugs, meðan aðrir flokkar virðast halda sig til hlés, vængbrotnir eftir ófarir síðustu vikna.

Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.