Þegar Samtök ferðaþjónustunnar voru stofnuð, fyrir fullum sal á Hótel Sögu, ávarpaði þáverandi samgönguráðherra samkomuna með þeim orðum að vöxtur greinarinnar væri undraverður – við það að nálgast kvartmilljón gesti og 5.000 störf. Forkólfar ferðaþjónustunnar sem sátu í pallborði þennan dag fyrir 25 árum höfðu uppi stór orð um framtíðina, en gerðust varla svo djarfir að spá því að ferðaþjónustan tæki fram úr sjávarútvegi sem stærsta atvinnugrein þjóðarinnar.
Þegar horft er til baka markaði þessi heldur látlausi stofnfundur mikil tímamót fyrir íslenskt atvinnulíf.
Með stofnun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) gat hin ört vaxandi atvinnugrein talað einum rómi í sínum hagsmunamálum sem snertu allt frá reglugerðum og fjárveitingum yfir til byggðamála og landkynninga. Samtök veitinga- og gistihúsa höfðu einna helst sinnt hlutverkinu áður en með innkomu fleiri fyrirtækja á víðari grunni fengu hin nýju samtök burði til að horfa víðar og breiðar, yfir landið og út í heim. Landkynning – hugtak sem stærri þjóðir eiga varla til sem nafnorð – fékk byr undir báða vængi.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði