Ertu að leita þér að landi og fasteign með mikla þróunarmöguleika sem er frábærlega staðsett? Þá benda Hrafnarnir þér á fjárfestingakynninguna sem fylgdi ársuppgjöri Arion banka í síðustu viku.

Þar er að finna upplýsingar um eignir félagsins Stakksbergs sem fór í hendur bankans eftir allt ruglið með óheillaverksmiðjunni sem reist var í Helguvík á sínum tíma. Svo virðist sem Benedikt Gíslason og hans fólk í Arion banka hafi sótt í smiðju íslenskra fasteignasala þegar eigninni er lýst.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 16. febrúar 2023.