Í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmutdaginn fjallaði Óðinn um fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar og sitt hvað tengt henni.
Hér er stutt brot úr pistli Óðins en áskrifendur geta lesið hann hér.
Fjármálaáætlunin
Óðinn beið í mikilli eftirvæntingu eftir fjármálaáætluninni sem var birt í lok mars.
Hún sannaði hins vegar aðeins það að ríkisstjórnin er framúrskarandi í einu. Að eyða peningum annarra.
Hún er hins vegar vanhæf til að takast á við þá verðbólgu sem logar í samfélaginu og gæti því miður orðið mun þrálátari en nokkuð okkar grunar - og vonar.
***
Mikið afrek og mótbárur Vídalín
Helsta afrekið í fjármálaætluninni er að ætla að spara 2 milljarða á ári með sameiginlegum vinnurýmum. Tvo milljarða. Hvað gerir það? Ekkert.
Nákvæmlega ekkert þegar hallinn er 120 milljarðar. Fyrir utan að þessum tveimur milljörðum er kastað fram án nokkurs útreiknings.
Líklegasta skýringin á þessu tali er að pr-mönnum ríkisstjórnarinnar, sem eru óteljandi, þótti vanta eitthvað í áætlunina þar sem örlaði í von um lækkun ríkisútgjalda og smávægilegu framlagi ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu.
Ríkisstarfsmenn eru farnir að mótmæla þessum sameiginlegum vinnurýmum.
Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, ræddi við mbl.is þann 16 mars.
Þar sagði Vídalín að verkföll kæmu til greina – en Vídalín er líklega eini maðurinn í veraldarsögunni sem flettir upp í öllum bókunum í öllum átta bókaskápunum sínum - daglega.
Ég held að þetta sé ákveðin skammsýni vegna þess að við erum ekki bara kennarar við erum rannsakendur. Ég er sjálfur með átta bókaskápa á minni skrifstofu og ég nota allar þessar bækur við mínar rannsóknir á hverjum einasta degi.
Hvers vegna að hafa áhyggjur af stríði í Úkraínu, hlýnun jarðar, ríkisútgjöldum, læsi ungra drengja eða verðbólgu?
Vídalín gæti nefnilega farið í verkfall og íslenskar bókmenntir fyrri alda gætu setið órannsakaðar í nokkrar vikur.
Á meðan lektorinn áttar sig á því að hugsanlega sé samningstaðan ekki eins sterk og hann hélt.
Mögulega um það bil akkúrat engin.
Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út fimmtudaginn 20. apríl. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.