Síðast þegar ríkið stóð fyrir útboði á hlut sínum í Íslandsbanka hélt Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra sig til hlés.
Mörgum þótti rétt hjá fjármálaráðherranum að vera ekki að tjá sig um málið meðan á útboðinu stóð yfir. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra tekur annan pól í hæðina. Eftir að tilkynnt var um að útboðið væri hafið flutti Ríkisútvarpið viðtal við hann þar sem hann sagði að „íslenskir bankar eru meðal öruggustu fjárfestinga sem til eru“, hvorki meira né minna.
Daði er greinilega sölumaður af guðs náð en hrafnarnir velta fyrir sér hvort hann sé jafn klókur samningamaður. Að minnsta kosti er kostnaðurinn við þetta útboð mun meiri en það síðasta sem Bankasýslan stóð yfir. Fram kemur í útboðsgögnum að kostnaðurinn nemi 900 milljónum króna, en hann var um 500 milljónir árið 2022. Var sá kostnaður harðlega gagnrýndur þá af mörgum núverandi stjórnarliðum.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 15. maí 2025.