Í þessari viku fjallar Óðinn um einn þekkasta hagfræðing sögunnar. Pistillinn hefst á skemmtilegri sögu af honum, þá ungum hagfræðingi í breska fjármálaráðuneytinu. Óðinn vill taka fram að fyrirsögn pistilsins er ekki fjárfestingaráð á þessum óvissutímum sem uppi eru í heimshagkerfinu.
Verið gráðug þegar aðrir eru hræddir!
Nokkrum dögum áður en fyrri heimsstyrjöldin skall á, sumarið 1914, hóf ungur hagfræðingur störf hjá breska fjármálaráðuneytinu. Verkefni hans varð að spara hvert einasta penní svo Bretar lifðu stríðið af. Fjárhagslega.
Í mars 1918 fékk hagfræðingurinn ungi hugmynd. Hann sá auglýsingu í blaði á heimili fyrrum ástmanns síns um uppboð í París á öllum helstu listmálurum Frakka á átjándu öldinni. Manet, Corot, Ingres, Delacroix, Cezanne og öllum hinum. Þýski herinn var þá skammt frá borginni.
***
200 milljónir í listaverk – í stríði!
Í uppsiglingu var mikið ævintýri og háskaför. Hagfræðingurinn sannfærði Andrew Bonar Law fjármálaráðherrann breska um að láta sig hafa 20 þúsund pund til að kaupa listaverk. Það er yfir 200 milljónir króna í dag. Hafa verður í huga að þarna voru fjögur ár frá því stríðið hófst og enginn vissi hvenær því myndi ljúka. Þetta var því gríðarhá fjárhæð.
Hagfræðingurinn ungi fór ásamt stjórnanda listasafns þeirra Breta (e. The National Gallery), sem var í dulargervi, til Parísar. Þeir fóru í skipalest yfir Ermarsundið sem var varin af tundurspillum og flugvélum konunglega flughersins.
***
370 pund ávöxtuðust vel
Uppboðið fór fram í Gallerí Roland Petit á Rue de Sèze. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í París þá er það í göngufæri frá Gömlu óperunni og Ritz hótelinu þar sem Hemingway barinn er að finna. Ungi hagfræðingurinn hefði ekki komst þar inn þá. Því þá kallaðist hann Dömubarinn og aðeins karlmenn sem gátu sannað að þeir væru kvæntir konunni sem þeir voru með fengu að koma inn. Segið svo að heimur versnandi fari.
Sir Charles Holmes keypti á þriðja tug málverka fyrir um 15 þúsund pund. Hann neitaði hins vegar að kaupa nokkuð eftir Paul Cezanne. En hagfræðingurinn ungi var ekki á sömu buxum og keypti málverk af sjö eplum. Verkið kostaði 370 pund, sem eru tæpar 4 milljónir á núvirði.
***
Misskilningur Keynes
Ungi hagfræðingurinn í breska fjármálaráðuneytinu var John Maynard Keynes. Keynes var einkar snjall maður. Bæði sem hagfræðingur en ekki síður sem fjárfestir.
Óðinn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, 8. september 2022.
Í þessari viku fjallar Óðinn um einn þekkasta hagfræðing sögunnar. Pistillinn hefst á skemmtilegri sögu af honum, þá ungum hagfræðingi í breska fjármálaráðuneytinu. Óðinn vill taka fram að fyrirsögn pistilsins er ekki fjárfestingaráð á þessum óvissutímum sem uppi eru í heimshagkerfinu.
Verið gráðug þegar aðrir eru hræddir!
Nokkrum dögum áður en fyrri heimsstyrjöldin skall á, sumarið 1914, hóf ungur hagfræðingur störf hjá breska fjármálaráðuneytinu. Verkefni hans varð að spara hvert einasta penní svo Bretar lifðu stríðið af. Fjárhagslega.
Í mars 1918 fékk hagfræðingurinn ungi hugmynd. Hann sá auglýsingu í blaði á heimili fyrrum ástmanns síns um uppboð í París á öllum helstu listmálurum Frakka á átjándu öldinni. Manet, Corot, Ingres, Delacroix, Cezanne og öllum hinum. Þýski herinn var þá skammt frá borginni.
***
200 milljónir í listaverk – í stríði!
Í uppsiglingu var mikið ævintýri og háskaför. Hagfræðingurinn sannfærði Andrew Bonar Law fjármálaráðherrann breska um að láta sig hafa 20 þúsund pund til að kaupa listaverk. Það er yfir 200 milljónir króna í dag. Hafa verður í huga að þarna voru fjögur ár frá því stríðið hófst og enginn vissi hvenær því myndi ljúka. Þetta var því gríðarhá fjárhæð.
Hagfræðingurinn ungi fór ásamt stjórnanda listasafns þeirra Breta (e. The National Gallery), sem var í dulargervi, til Parísar. Þeir fóru í skipalest yfir Ermarsundið sem var varin af tundurspillum og flugvélum konunglega flughersins.
***
370 pund ávöxtuðust vel
Uppboðið fór fram í Gallerí Roland Petit á Rue de Sèze. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í París þá er það í göngufæri frá Gömlu óperunni og Ritz hótelinu þar sem Hemingway barinn er að finna. Ungi hagfræðingurinn hefði ekki komst þar inn þá. Því þá kallaðist hann Dömubarinn og aðeins karlmenn sem gátu sannað að þeir væru kvæntir konunni sem þeir voru með fengu að koma inn. Segið svo að heimur versnandi fari.
Sir Charles Holmes keypti á þriðja tug málverka fyrir um 15 þúsund pund. Hann neitaði hins vegar að kaupa nokkuð eftir Paul Cezanne. En hagfræðingurinn ungi var ekki á sömu buxum og keypti málverk af sjö eplum. Verkið kostaði 370 pund, sem eru tæpar 4 milljónir á núvirði.
***
Misskilningur Keynes
Ungi hagfræðingurinn í breska fjármálaráðuneytinu var John Maynard Keynes. Keynes var einkar snjall maður. Bæði sem hagfræðingur en ekki síður sem fjárfestir.
Óðinn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, 8. september 2022.