Hrafnarnir hugsuðu sér gott til glóðarinnar á þriðjudag þegar vefritið Kjarninn birti fyrstu grein Sólveigar Önnu Jónsdóttir, formanns Eflingar, af fjórum í greinaflokki sínum um átökin innan Alþýðusambands Íslands. Fyrsta greinin er 3.605 orð þannig að flestum ætti að vera ljóst að Sólveig Anna er að ná uppi afköstum í ritun aðsendra greina sem hafa til þessa ekki sést nema hjá einstaka afreksmönnum á borð við Ole Anton Bieltvedt.
En þrátt fyrir að greinarnar séu langar telja hrafnarnir að með góðu móti sé hægt að sækja í smiðju Jóns Grunnvíkings þegar kemur að inntaki greinaflokksins. Sem kunnugt er kom Jón þessi efni allra Íslendingasagna fyrir í þremur orðum: Bændur flugust á. Greinaflokk Sólveigar má gera sömu en þó enn knappari skil: Nei, þú!
Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 18. ágúst 2022.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði