Á þessum vettvangi fyrir nokkrum vikum hvernig þátturinn Vikulokin á Rás 1 var einu sinni byggður þannig upp að fólk víðsvegar að úr samfélaginu kom saman og reynt var að skapa breidd í hópnum, bæði er varðaði þjóðfélagahópa og stjórnmálaskoðanir. Þættinum var ætlað að hleypa að fleiri röddum í þjóðfélagsumræðuna.

En það var í þá gömlu góðu daga þegar Chevy Chase var enn fyndinn og undanfarin ár hefur þátturinn meira og minna gengið út á að fá sem flesta með sömu skoðun fara yfir fréttir vikunnar. Þetta var sérstaklega áberandi liðna helgi.

Mestu púðrið fór í að ræða skýrslu ríkisendurskoðandans og veiðréttarhafans Guðmundar Björgvins Helgasonar um fiskeldismál hér á landi. Skýrslan er vissulega fréttnæm og vekur upp margar áleitnar spurning um hvernig hefur verið staðið að úthlutun leyfa til fiskeldis og öðrum stjórnsýslulegum áleitamálum þeim tengdum. En það var ekkert sérlega upplýsandi fyrir hlustendur að hlusta á þrjá gesti þáttarins að lýsa sömu skoðuninni í á þriðja kortér. Nálgun Kristjáns Kristjánssonar þáttastjórnanda Sprengisands á Bylgjunni var gagnlegri fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mál. Hann fékk einfaldlega til sín tvo gesti á öndverðu meiði sem ættu í ágætum orðaskiptum um málið.

Fjölmiðlarýni er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út þann 16. febrúar 2023.