Hrafnarnir eru aðdáendur skemmtilegra tilviljana. Í síðustu viku hnýtti Samkeppniseftirlitið í Hörpu og beindi þeim tilmælum að stjórnendum að leyfa leigutökum að koma með eigin græjur til að nota við viðburðahald.
Athygli vekur að mánuður er síðan Samkeppniseftirlitið hélt morgunfund þar í Björtuloftum um samspil samkeppni, verðbólgu og kaupmáttar. Fátt fer fram hjá vökulum augum eftirlitsins.
Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 14. júlí 2022