Það virðist vera ávísun á upplausnar-ástand í íslenskum stjórnmálum að leggja fram frumvarp um aukið frjálsræði í sölu áfengis hér á landi sem líklegt er að yrði að lögum. Í

Á mánudag rann út frestur til að senda umsögn um frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra um vefverslun með áfengi. Fjölmargar umsagnir voru veittar um frumvarpið. Flestar frá valinkunnum lýðheilsufrömuðum á borð við Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, og kváðu margar þeirra á um að áfengi ætti bara alls ekkert að ganga kaupum og sölum á Íslandi. Það vakti sérstaka athygli hrafnanna að Ívar J. Arndal, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sendi ekki inn umsögn um frumvarpið.

Hrafnarnir velta fyrir sér hvort Ívar sé með þessu að játa sig sigraðan og búinn að sætta sig við þá staðreynd að vefverslun einkaaðila með áfengi sé komin til að vera. Önnur skýring gæti verið annir á skrifstofunni en ÁTVR sagði um mánaðamótin upp sjö starfsmönnum á aðalskrifstofunni. Stjórnunar- og skrifstofukostnaður ÁTVR nam tæplega 600 milljónum í fyrra.

Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í blaðinu sem kom út 16. október.