Á síðasta ári eignaðist Inga Tinna sitt fyrsta barn, á sama tíma og hún var á lokasprettinum í þróun Sinna.is. Að halda utan um ört vaxandi fyrirtæki og nýtt foreldrahlutverk viðurkennir Inga Tinna að hafi vissulega verið krefjandi.

„Maður getur aldrei séð fyrir nákvæmlega hvernig hlutirnir munu þróast og þegar maður er í rekstri þá er ekkert hægt að setja hann á bið. Það sem hefur hjálpað mér mikið í þessu er hvað dóttir mín er vær og góð. Svo er ég líka með frábært stuðningsnet, foreldrar mínir hafa hjálpað mér mikið og kærastinn minn er sjálfstætt starfandi og hann tók þá ákvörðun að taka því hlutverki fyrir okkur bæði á meðan það er svona mikið að gera hjá mér í smá tíma.“

Inga Tinna segir að hún hafi sjálf ákveðið að fresta barneignum þar til hún hafði náð ákveðnum markmiðum í rekstri. „Ég tók svona þokkalega upplýsta ákvörðun að fresta barneignum af því að mig langaði að feta þessa leið. En ég vil aldrei draga úr ungum konum sem eru kannski komnar með börn og vilja feta þessa leið. Þetta er ekki svart og hvítt, fólk er með mismikinn stuðning og svo eru börn líka bara alls konar.“

Viðtalið við Ingu Tinnu er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.