Sara Davíðsdóttir starfar sem þjálfari og flugfreyja hjá Icelandair. Hún er stofnandi og eigandi ZONE þálfunarinnar sem er fjarþjálfun fyrir stelpur og konur.

Markmið ZONE er að hjálpa konum að ná markmiðum sínum og færast nær sínum draumaárangri á fjölbreyttan, hnitmiðaðan og skemmtilegan hátt - án öfga!
Sara leggur mikið upp úr því að æfingarnar séu fjölbreyttar og áhrifaríkar en á sama tíma skemmtilegar og fljótar að líða.
Hér er ein virkilega góð og krefjandi “full body” æfing sem mun láta þig taka vel á því. Hún er þrískipt, tekur um 45 mínútur og reynir á þol, styrk og úthald.
A. Lotuþjálfun á hlaupabretti
Tími: 15 mín
- 5 mín labb í halla 8-14 eða rólegt skokk
- 5 hringir af: 1 mín hratt hlaup eða sprettur / 1 mín rólegt skokk eða labb
B. TEMPÓ Brennsla

Tími: 24 mín
Þrjú átta mínútna Emom þar sem þú klárar verkefni a og b til skiptis innan mínútu rammans. Samtals gera þetta fjórar umferðir af hvorri æfingu!
B1. Emom 8
a) 10-12 Burpees eða Sprawls
b) 10-12 Axlarpressur eða Push press - út mínútuna: Airsquats
B2. Emom 8
a) 8-10 Front squats - út mínútuna: Halda í 90 gráðu hnébeygjustöðu
b) 16-20 Dýfur á bekk (Erfiðara að hafa beinar fætur, léttara að beygja hné)
B3. Emom 8
a) 12-14 Kassahopp eða Kassauppstig
C. Kviður & bak
Þrír hringir af
- 16-20 Sit ups
- 16-20 Bakfettur
- 16-20 Heel touches
- 16-20 Skæri
Gangi þér súper vel & umfram allt... góða skemmtun!