Karítas María Lárusdóttir er 32 ára viðskiptafræðingur og einkaþjálfari að mennt sem býr í Kópavoginum. Þar býr hún ásamt Gylfa Einarssyni, eiginmanni sínum, og börnunum þeirra fjórum.
Karítas hefur kennt hóptíma í World Class í 14 ár og er enn að, en hún heldur einnig úti heimaþjálfuninni HomeFit.
Æfing vikunnar er HIIT æfing sem stendur fyrir High Intensity Interval Training. Hægt er að taka æfinguna hvar og hvenær sem er en hún krefst einskis búnaðar.
30 sek ON – 15 sek OFF
Vinnið eina æfingu í 30 sekúndur, hvílið í 15 sekúndur og vinnið svo næstu æfingu í 30 sekúndur. Vinnið ykkur þannig í gegnum allar æfingarnar og farið eins margar umferðir og þið eruð í stuði fyrir. Fínt er að miða við 1 – 5 umferðir eftir getu.
- Æfing 1 – Hnébeygja + framspark, hægri og vinstri fótur til skiptis.
- Æfing 2 – Stjörnuhopp, hægt að skala með því að taka hnébeygju og opna hendur og fætur í sundur.
- Æfing 3 – Afturstig á hægri (dúa 2x) + framspark.
- Æfing 4 – Afturstig á vinstri (dúa 2x) + framspark.
- Æfing 5 – Létt hopp og tilla tá.
- Æfing 6 – Planki + hoppa/stíga sundur saman + froskur 90°
Hér er hægt að sjá myndband af öllum æfingunum.
Góða skemmtun og takið vel á því!