Æfing vikunnar að þessu sinni kemur frá yfirþjálfara Víkingsþreks í Mjölni, Böðvari Tandra Reynissyni. Hann er menntaður einkaþjálfari frá Keili, með BSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa lokið mörgum minni þjálfaranámskeiðum.
Æfingin er tekur sléttar 40 mínútur, er löng og krefjandi en er þannig sett upp að þú getir hreyft þig vel allan tímann. EMOM fyrirkomulagið virkar þannig að þú hefur eina mínútu til að klára eina æfingu, hvílir svo út mínútuna áður en þú byrjar á næstu æfingu. Þannig rúllar þú fimm umferðir í gegnum átta æfingar.
Finnið ykkar skölun þannig að þið séu ca. að vinna í 45 sekúndur á hverri stöð.
EMOM 40:
- 6 2xDB Box Step Over + 4 Burpee Box Jump Over.
- Skölun – Erfiðara: Þyngja handlóðin og hækka kassana, Auðveldara: Léttari/engin handlóð og lægri kassi.
- 14/9 cal Assault Bike (Strákar gera 14 cal og stelpur 9 cal).
- Skölun – Erfiðara: Fleiri caloríur, Auðveldara: Færri caloríur.
- 6 Power snatch + 4 Overhead Squats (með stöng, strákar: 40kg og stelpur: 30kg).
- Skölun – Erfiðara: Þyngja stöngina, Auðveldara: Létta stöngina eða fækka endurtekningum.
- 16/11 cal Row (Strákar gera 16 cal og stelpur 11 cal).
- Skölun – Erfiðara: Fleiri caloríur, Auðveldara: Færri caloríur.
- 18 Wallballs (með bolta, strákar: 9 kg og stelpur: 6 kg).
- Skölun – Erfiðara: Þyngri bolti, Auðveldara: Léttari bolti eða færri endurtekningar.
- 8 umferðir Shuttle Runs (1 umferð = 7,5 metrar)
- Skölun – Erfiðara: Fleiri Shuttle Runs, Auðveldara: Færri Shuttle Runs
- 50 Double Unders.
- Skölun – Auðveldara: Single Unders
- Hvíld