Hildur Karen Jóhannsdóttir þjálfar Afreksmömmur í líkamstræktarstöðinni Afrek, sinnir markaðssstörfum fyrir Wodbúðina auk þess að halda úti fjarþjálfun og vera með BSc gráðu í sálfræði.
Afrek opnaði á gamlársdag 2021 en Hildur Karen hefur þjálfað þar síðan. Þá var dóttir hennar tæplega níu mánaða. En hún segir það hafa verið mjög dýrmætt að vera með lítinn aðstoðarþjálfara með sér á fyrsta mömmunámskeiðinu.
Æfing vikunnar er sveitt og skemmtileg tabata æfing með góðri áherslu á kjarnann okkar. Hún tekur um 30 mínútur en eini búnaðurinn sem þarf er hjól eða róðravél og ein ketilbjalla.
TABATA
Fyrirkomulag:
20 sek ON / 10 sek OFF x 8 - 70 sek pása á milli stöðva - 6 stöðvar
Við vinnum í 20 sekúndur í senn og fáum svo alltaf 10 sekúndur í pásu.
Klárum eina stöð í einu 8x í gegn áður en við fáum svo 70 sek í pásu til að rúlla á næstu stöð. Þar sem stendur L / R er einfaldlega skipt um hlið og þar sem stendur vs. erum við að gera tvær æfingar alltaf til skiptis, þá 4x hvor eða 8x í heildina.
Æfingin:
- Bike / Row (20 sek fast / 10 sek slow - no pause)
- Pallof press with rotation L / R
- Kb swings vs. Kb goblet hold with knee raises
- Alt. dead bug vs. Kb floor press
- Kb reverse lunges vs. Kb bent over row
- Jane Fonda L / R
Gangi ykkur vel!