Æfing vikunnar kemur frá þjálfaranum Benedikt Karlssyni. Benedikt eða Bensi eins og hann er oftast kallaður hefur þjálfað crossfit í nokkur ár en hann þjálfar núna World Fit í Vatnsmýrinni.
Samhliða þjálfuninni er hann sjálfur að æfa og keppa í crossfit. Hann er nýbakaður faðir auk þess sem hann útskrifaðist með Bsc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands fyrr á þessu ári.
Bensi setti saman sveitta 30 mínútna æfingu sem ég skora á ykkur að taka í vikunni!
Æfing vikunnar kemur frá þjálfaranum Benedikt Karlssyni. Benedikt eða Bensi eins og hann er oftast kallaður hefur þjálfað crossfit í nokkur ár en hann þjálfar núna World Fit í Vatnsmýrinni.
Samhliða þjálfuninni er hann sjálfur að æfa og keppa í crossfit. Hann er nýbakaður faðir auk þess sem hann útskrifaðist með Bsc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands fyrr á þessu ári.
Bensi setti saman sveitta 30 mínútna æfingu sem ég skora á ykkur að taka í vikunni!
Æfing vikunnar er EMOM sem stendur fyrir Every Minute On the Minute. Það þýðir að þú framkvæmir eina æfingu á hverri mínutu og hvílir svo út mínútuna. Því fyrr sem þú klárar því fyrr færðu að slaka á fyrir næstu mínutu.
EMOM 30
- 15/12 cal Róður
- 12 Burpees
- 12 2xKB Clean
- 8 Tær í slá + 6 Upphífingar (klárið báðar æfingarnar á einni mínútu)
- Hvíld
Þessi æfing ætti að reyna vel á úthald, vöðvaþol og fimleikastyrk.
Veljið þyngdir í ketilbjöllunum sem við tæknilega ráðum við en er þó krefjandi.
Hægt er að framkvæma fótalyftur í stað tær í slá og einnig má gera upphífingar með teygju.
Ef að caloríu- og/eða burpeesfjöldinn reynist of mkill eftir fyrsta hring þá má lækka niður í 12/9 cal í róðri og 9 burpees.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel!