Hátt í 126 milljónir manna horfðu á Philadelphia Eagles sigra Kansas City Chiefs í Ofurskálinni á sjónvarpsstöðinni Fox og öðrum streymisveitum samkvæmt tölum frá Nielsen.

Fréttamiðillinn WSJ segir að um 111,5 milljónir áhorfenda sáu leikinn í beinni útsendingu í sjónvarpinu á meðan streymisþjónusta Fox, Tubi, dró til sín 13,6 milljónir áhorfenda. Um 800 þúsund manns til viðbótar horfðu á leikinn í gegnum streymisveitur NFL.

Á síðasta ári horfðu 123,4 milljónir manns á Ofurskálina þegar Kansas City Chiefs sigruðu San Francisco 49ers á CBS og í gegnum streymisveitur eins og Paramount+.

Auglýsendur greiddu allt að átta milljónir dala fyrir 30 sekúndna auglýsingu á Ofurskálinni í ár. Miklum fjárhæðum var eytt í auglýsingar en stórstjörnur á borð við Harrison Ford, Kevin Bacon, Mathew McConaughey, Meg Ryan og Seal komu fram í ár.