Fjórða árlega Gala-hátíð Kvikmyndasafns Akademíunnar (Academy Museum of Motion Pictures Gala) var haldin 19. október 2024 í Los Angeles. Þessi viðburður er árlegur fjáröflunarviðburður sem safnar fyrir sýningum safnsins og annarra verkefna á þeirra vegum. Á þessu ári voru þrír gestir heiðraðir fyrir framúrskarandi framlag sitt til kvikmyndagerðar.

Leikarinn Paul Mescal fékk verðlaun fyrir framlag sitt sem nýstirni í kvikmyndaheiminum og Ritu Moreno, sem hefur hlotið Emmy, Grammy, Óskars- og Tony-verðlaun á ferli sínum, voru veitt verðlaun fyrir menningarleg áhrif á heimsvísu. Að lokum fékk leikstjórinn Quentin Tarantino verðlaun fyrir einstakt framlag sitt til kvikmyndalistar.

Viðburðurinn var stór stjörnuhátíð með þekktum gestum eins og Selenu Gomez, Kim Kardashian og fleirum, og safnaðist meira en 11 milljónir dollara.

Saoirse Ronan
© EPA-EFE (EPA-EFE)
John Travolta í sínu fínasta pússi.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Demi Moore hefur sést mikið á skjánum upp á síðkastið.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Nicole Kidman stórglæsileg að vanda.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Kjóllinn hennar Kylie Jenner vakti mikla athygli.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Jaden Smith leggur áherslu á frumlegan fatnað.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Quentin Tarantino var heiðraður fyrir sitt framlag til iðnaðarins.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Kim Kardashian í áhugaverðum klæðnaði.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Rita Moreno fékk svokallað „Icon Award“.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Selena Gomez mætti í bláu flaueli.
© EPA-EFE (EPA-EFE)
Nýstirnið Paul Mescal.
© EPA-EFE (EPA-EFE)