Róbert Wessman prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Eftir vinnu þar sem hann ræðir um viðskipti, víngerð og það sem drífur hann áfram í öllum hans verkefnum.
Róbert Wessman prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Eftir vinnu þar sem hann ræðir um viðskipti, víngerð og það sem drífur hann áfram í öllum hans verkefnum.
Alvotech stærsta verkefnið
Róbert segir Alvotech eiga hug hans allan og að hann sé með skýra framtíðarsýn fyrir fyrirtækið.
„Alvotech er númer eitt, tvö og tíu í dag. Þetta er stærsta félagið á Íslandi og á eftir að verða eitt af stærri félögum í Skandinavíu. Það er alveg klárt að ég tímasetti Alvotech alveg fullkomlega, ekki of snemma og ekki of seint, við erum alveg í kjörstöðu með að ná markaðshlutdeild á öllum lykilmörkuðum í heiminum. Við erum með réttu lyfin á réttum tíma og frábæra aðstöðu.“ Hann segir tækifærið ótrúlegt fyrir félagið og að hann leggi mikið á sig til þess að skila verkefninu vel frá sér.
„Ég náttúrulega vinn alveg myrkranna á milli. Auðvitað er þetta krefjandi en ég ætla að skila þessu af mér alveg gríðarlega vel af því að tækifærið fyrir starfsmenn, hluthafa og Ísland, að vera með svona stórt félag á Íslandi, er alveg magnað.“