Í umræðunni um fjöldann vaknar líka spurningin hver af þessum golfvöllum sé bestur. Sú umræða gæti orðið til að æra óstöðugan en í gegnum tíðina hafa sömu tveir golfvellinir skipst á að vera á toppi listans um bestu golfvelli heims að mati sérfræðinga.

Annars vegar er það Pine Valley í New Jersey í Bandaríkjunum og hinsvegar Royal County Down rétt fyrir utan Belfast á Norður-Írlandi. Vellirnir eru eins ólíkir og hugsast getur.

Pine Valley

Pine Valley er einkaklúbbur í New Jersey, þar sem hinn almenni kylfingur getur eingöngu leikið sé honum boðið á völlinn af meðlimi klúbbsins. Klúbburinn var stofnaður árið 1913 af nokkrum áhugakylfingum frá Fíladelfíu. Þeir keyptu 74 hektara landskika til að byggja völl. Maður að nafni George Arthur Crump var fenginn til að hanna völlinn þar sem hann þekkti landsvæðið vel eftir að hafa stundað þar veiðar

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði