Fyrir marga er þurrgufa ekki bara staður til að svitna, heldur mikilvægur hluti af daglegri vellíðan. Það er algengt að fólk noti þurrgufu til að ná djúpri slökun, endurnýja orkuna og hreinsa hugann. Þurrgufa býður upp á kyrrðarstund þar sem tíminn hægist, streita gufar upp og líkaminn fær tækifæri til að jafna sig eftir annasaman dag.

Kostir fyrir líkama og sál

Rannsóknir hafa sýnt að regluleg þurrgufu-notkun getur haft fjölmarga jákvæða heilsufarslega kosti. Meðal annars getur hún:

  • Bætt blóðrásina og dregið úr vöðvaspennu
  • Hjálpað við að losa eiturefni úr líkamanum
  • Minnkað streitu og bætt svefngæði
  • Styrkt ónæmiskerfið
  • Stuðlað að betri hjartaheilsu

Rannsóknir benda til þess að þeir sem nota þurrgufu reglulega geti dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, enda hefur hitinn svipuð áhrif á hjartað og létt hreyfing.

Hvernig er best að njóta þurrgufu?

Ef þú hefur aðgang að gufubaði, hvort sem er í sundlaug eða heima hjá þér, þá er mikilvægt að gefa sér tíma til að gera upplifunina sem besta. Hér eru nokkur lykilatriði:

Gefðu þér nægan tíma – mælt er með að vera í þurrgufu í 10-20 mínútur í senn, en það fer eftir hita og þoli einstaklingsins.

Kældu þig niður á milli – gott er að fara í kalt vatn eða út í kuldann eftir hverja lotu til að hressa sig við og styrkja æðakerfið.

Drekktu nóg af vatni – gott er að hafa brúsa með sér þar sem maður svitnar mikið í gufunni.

Forðastu áfengi og þungar máltíðir fyrir þurrgufuna – best er að fara inn með tóman eða léttan maga til að hámarka áhrifin.

Hlusta á líkamann – ef þér fer að líða illa, ertu líklega búinn að vera of lengi. Betra er að vinna sig upp í lengri tíma og taka pásur inn á milli ef þess þarf.