Greinarhöfundur í ritröð fjármálatímaritsins Bloomberg um einkennandi húsastíla í borgum heims segir íslensku bárujárnshúsin sem einkenni miðborg Reykjavíkur falleg þó það komi á óvart að sjá bárujárn notað á annað en iðnaðarhúsnæði og útikofa ýmis konar.

Greinin sem ber yfirskriftina: How Reykjavik's Sheet-Metal Homes Beat the Icelandic Winter , sem útleggja mætti sem hvernig bárujárnshúsin í Reykjavík hafi sigrast á íslenska vetrinum, birtist á vef tímaritsins á dögunum. Í undirfyrirsögn greinarinnar er sagt að járnklæddu húsin séu kannski óhefðbundin en þessi framsæknu byggingar hafi haldið á fólki hita og úr bleytunni í meira en öld.

Aðrar greinar í greinaflokknum hafa fjallað um einkennandi byggingastíla í Hanoi í Víetnam, Brussel í Belgíu, Aþenu á Grikklandi, Sidney í Ástralíu, Singapúr, Lundúnum í Bretlandi, Berlín í Þýskalandi, Amsterdam í Hollandi og París í Frakklandi.

Höfundurinn, Feargus O´Sullivan segir Reykjavík koma á óvart fyrir þá sem borgina sækja heim í fyrsta sinn. Það sé ekki einungis öfgarnar í birtu og myrkri milli árstíða, magnaðar sviptingar í veðrinu og klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfi yfir, heldur séu það byggingarnar einnig.

Farið yfir byggingasöguna

Síðan fer hann yfir söguna, hvernig bárujárnshúsin hafi verið lausnin til að hlífa innfluttum timburhúsum við veðri og vindum, þegar fólk fór að flytja úr moldarkofunum, sem hafi svo verið gerð að lögformlegum staðli eftir meiriháttar eldsvoða í borginni árið 1915 eftir að slík hús hafi sloppið betur undan brunanum.

Síðan hafi sviptingar í byggingatísku ollið því að mörg þeirra hafi verið rifin og enn fleiri þótt léleg og gamaldags og átt að rífa í stað nútímalegri bygginga úr steinsteypu og er vísað í götusýn Google frá Meðalholti í nágrenni Miklatúns/Klambratúns.

Jafnframt er talað um hvernig bárujárnshúsin hafi þróast í átt að glæsilegri svissnesskum stíl með miklu flúri og skrauti, og er tekið dæmi af Bjarnaborg, elsta fjölbýlishúsi landsins, byggt 1902, sem í dag er félagslegt húsnæði á vegum borgarinnar.

Gunnþóra og Gísli Marteinn aðalviðmælendurnir

Meðal viðmælenda höfundarins er Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar í borgarskipulagi Hafnafjarðar og Gísli Baldvin Baldursson, sem kynntur er sem sjónvarpsmaður, fyrrum borgarfulltrúi og baráttumaður.

Sá síðarnefndu er sagður fyrrum íbúi í bárujárnshúsi og fer hann þar yfir það hvernig það að búa í slíku húsi sé ekki eins og að búa í nútímalegu húsnæði því þau séu ekki loftþétt.

„Það þýðir að loftgæðin eru frábær miðað við nútímahús,“ hefur höfundurinn eftir Gísla Marteini.

„Á Íslandi er fólk með gnægð af heitu vatni, svo fólk hækkar hitann vel upp og tekur heita sturtu í 20 mínútur á hverjum morgni, og því að hér er oft vindasamt halda þau gluggunum lokuðum. Svo alþétt hús frá miðri öldinni eins og það sem ég bý í nú geta verið rök og myglukennd inni. Það gerist ekki í eldri timburhúsum.“

Greinarhöfundur í ritröð fjármálatímaritsins Bloomberg um einkennandi húsastíla í borgum heims segir íslensku bárujárnshúsin sem einkenni miðborg Reykjavíkur falleg þó það komi á óvart að sjá bárujárn notað á annað en iðnaðarhúsnæði og útikofa ýmis konar.

Greinin sem ber yfirskriftina: How Reykjavik's Sheet-Metal Homes Beat the Icelandic Winter , sem útleggja mætti sem hvernig bárujárnshúsin í Reykjavík hafi sigrast á íslenska vetrinum, birtist á vef tímaritsins á dögunum. Í undirfyrirsögn greinarinnar er sagt að járnklæddu húsin séu kannski óhefðbundin en þessi framsæknu byggingar hafi haldið á fólki hita og úr bleytunni í meira en öld.

Aðrar greinar í greinaflokknum hafa fjallað um einkennandi byggingastíla í Hanoi í Víetnam, Brussel í Belgíu, Aþenu á Grikklandi, Sidney í Ástralíu, Singapúr, Lundúnum í Bretlandi, Berlín í Þýskalandi, Amsterdam í Hollandi og París í Frakklandi.

Höfundurinn, Feargus O´Sullivan segir Reykjavík koma á óvart fyrir þá sem borgina sækja heim í fyrsta sinn. Það sé ekki einungis öfgarnar í birtu og myrkri milli árstíða, magnaðar sviptingar í veðrinu og klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfi yfir, heldur séu það byggingarnar einnig.

Farið yfir byggingasöguna

Síðan fer hann yfir söguna, hvernig bárujárnshúsin hafi verið lausnin til að hlífa innfluttum timburhúsum við veðri og vindum, þegar fólk fór að flytja úr moldarkofunum, sem hafi svo verið gerð að lögformlegum staðli eftir meiriháttar eldsvoða í borginni árið 1915 eftir að slík hús hafi sloppið betur undan brunanum.

Síðan hafi sviptingar í byggingatísku ollið því að mörg þeirra hafi verið rifin og enn fleiri þótt léleg og gamaldags og átt að rífa í stað nútímalegri bygginga úr steinsteypu og er vísað í götusýn Google frá Meðalholti í nágrenni Miklatúns/Klambratúns.

Jafnframt er talað um hvernig bárujárnshúsin hafi þróast í átt að glæsilegri svissnesskum stíl með miklu flúri og skrauti, og er tekið dæmi af Bjarnaborg, elsta fjölbýlishúsi landsins, byggt 1902, sem í dag er félagslegt húsnæði á vegum borgarinnar.

Gunnþóra og Gísli Marteinn aðalviðmælendurnir

Meðal viðmælenda höfundarins er Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar í borgarskipulagi Hafnafjarðar og Gísli Baldvin Baldursson, sem kynntur er sem sjónvarpsmaður, fyrrum borgarfulltrúi og baráttumaður.

Sá síðarnefndu er sagður fyrrum íbúi í bárujárnshúsi og fer hann þar yfir það hvernig það að búa í slíku húsi sé ekki eins og að búa í nútímalegu húsnæði því þau séu ekki loftþétt.

„Það þýðir að loftgæðin eru frábær miðað við nútímahús,“ hefur höfundurinn eftir Gísla Marteini.

„Á Íslandi er fólk með gnægð af heitu vatni, svo fólk hækkar hitann vel upp og tekur heita sturtu í 20 mínútur á hverjum morgni, og því að hér er oft vindasamt halda þau gluggunum lokuðum. Svo alþétt hús frá miðri öldinni eins og það sem ég bý í nú geta verið rök og myglukennd inni. Það gerist ekki í eldri timburhúsum.“