Bókunarsíðan FishingBooker hefur valið Reykjavík í annað sæti yfir níu bestu veiðiáfangastaði Evrópu, en síðan sérhæfir sig í að þjóna þá sem vilja ferðast um heimin til að komast í stangveiði.
Ástæðan er sögð eldfjallalandslag Íslands, og að landið sé einangrað, sem gefi því goðsagnakenndan blæ. Jafnframt er vísað í langa veiðihefð hér á landi, þar sem fólk hafi löngum treyst á veiðar úr sjó og að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé eitt það besta í heimi.
Með sínu einstaka landslagi, ósnortnu náttúru og miklu magni af fiski þá sé bókunarsíðan komin á bragðið. Er jafnframt nefnt að Þingvallarvatn er í stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík, en þar sé hægt að veiða tröllvaxnir urriðar, sem vegi allt frá 20 til 30 pund.
Einnig sé hægt að veiða þar sjóbleikju til að fá aukinn fjölbreytileika. Ef farið er svo út á haf í sjóstangaveiði sé hægt að veiða ýmsar tegundir eins og þorsk, ýsu og svo framvegis. Loks er nefnt að íslenskar ár séu fullar af villtum laxi.
„Í alvöru, veiðarnar þarna eru of góðar til að missa af þeim.“