Aksturinn er stórskemmtilegur á þessum ofur smart. Bíllinn breytist í villidýr þegar skipt er í Brabus akstursstillinguna. Nógu aflmikill er hann samt í Sport akstursstillingunni en það er bara galið gaman að aka honum þegar maður er búinn að stilla hann í Brabus stillinguna. Bíllinn fer úr 0-100 á aðeins 3,9 sekúndum.
Afköstin eru því afar góð. Uppgefin drægni í blönduðum akstri á hinum fjórhjóladrifna smart Brabus er 400 km. Brabus útfærslan er mjög aflmikil og bíllinn er einungis 3,9 sekúndur úr 0-100. Rafmótorar skila bílnum 428 hestöflum þannig að aflið er feikigott. Hámrkstogið er 543 Nm.
Hámarkshraðinn er 180 km/klst. þótt manni finnist þessi bíll í Brabus útfærslu geta farið enn hraðar þegar maður sigur stýri og gefur í. Ég prófaði einnig Pulse útfærsluna sem er hinn hefðbundni smart #1 en hún er einnig með 400 km drægni og hleðslan er 10-80% á undir 30 mín á hraðhleðslustöð. Pulse útfærslan er 4,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði