Hlaðvarpið Dr. Football hefur notið mikilla vinsælda frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós sumarið 2018. Hjörvar Hafliðason, maðurinn á bak við hlaðvarpið, segir margt ólíkt við hlaðvörp samanborið við hefðbundna fótboltaumræðuþætti í sjónvarpi.

„Í fótboltahlaðvörpum er það oft þannig að það eru ekki gamlar fótboltahetjar, heldur einhverjir karakterar sem fólk tengir við. Þetta eru ákveðnar týpur og það er létt yfir þessu. Fólki líður miklu frekar eins og það sé hluti af einhverjum hópi þegar það hlustar á okkur."

Spurður hvort það komi til greina að setja Doktorinn í mynd segir hann það ekki sérlega heillandi pælingu.

„Þú verður að átta þig á því að oftar en ekki er um að ræða karlmenn á fimmtugsaldri sem mæta á morgnana og eru þá alveg sérstaklega ljótir og þrútnir. Þetta eru ekki menn sem hugsa um sig eins og Jamie Redknapp og Gary Neville og eru í ræktinni átta sinnum á viku,“ segir Hjörvar en bætir við að hann sjái alveg fyrir sér að fara aftur í sjónvarp, en að hans mati passi Dr. Football betur sem hlaðvarp. Fólk eigi að geta hlustað á þáttinn á meðan það er í vinnunni eða er á ferðinni.

Hlaðvarpið Dr. Football hefur notið mikilla vinsælda frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós sumarið 2018. Hjörvar Hafliðason, maðurinn á bak við hlaðvarpið, segir margt ólíkt við hlaðvörp samanborið við hefðbundna fótboltaumræðuþætti í sjónvarpi.

„Í fótboltahlaðvörpum er það oft þannig að það eru ekki gamlar fótboltahetjar, heldur einhverjir karakterar sem fólk tengir við. Þetta eru ákveðnar týpur og það er létt yfir þessu. Fólki líður miklu frekar eins og það sé hluti af einhverjum hópi þegar það hlustar á okkur."

Spurður hvort það komi til greina að setja Doktorinn í mynd segir hann það ekki sérlega heillandi pælingu.

„Þú verður að átta þig á því að oftar en ekki er um að ræða karlmenn á fimmtugsaldri sem mæta á morgnana og eru þá alveg sérstaklega ljótir og þrútnir. Þetta eru ekki menn sem hugsa um sig eins og Jamie Redknapp og Gary Neville og eru í ræktinni átta sinnum á viku,“ segir Hjörvar en bætir við að hann sjái alveg fyrir sér að fara aftur í sjónvarp, en að hans mati passi Dr. Football betur sem hlaðvarp. Fólk eigi að geta hlustað á þáttinn á meðan það er í vinnunni eða er á ferðinni.

Hljóð- og myndheimur Dr. Football

Í mars í fyrra kom út sérstakt lag fyrir hlaðvarpið Dr. Football, eða „Theme of Dr. Football“, en hlaðvarpið fagnar nú fimm ára afmæli. Lagið kallast „Þungur hnífur“, og er spilað í byrjun hvers þáttar. Hjörvar fékk virtan tónlistarmann og pródúsent frá Kópavogi til liðs við sig.

„Ég og Young Nazareth sömdum þetta „iconic theme“. Ef þú hlustar vel á lagið, geturðu heyrt í Hamraborginni í laginu. Það er spenna og ógn yfir hverju horni í þessu lagi. Hljóðheimur Dr. Football,“ segir Hjörvar, en í laginu er m.a. sömpluð línan „Þessi hnífur á að vera þungur,“ úr íslensku víkingamyndinni Hrafninn flýgur (1984) sem leikstýrð er af Hrafni Gunnlaugssyni.

Þá hannaði Jón Kári Eldon, grafískur hönnuður, lógó Dr. Football. Hjörvar segir að farið verði í ýmsar útlitsbreytingar á Dr. Football vörumerkinu í haust, þar á meðal á lógóinu, þegar fimm ára afmæli hlaðvarpsins verður fagnað. Spurður út í hvað verði um Dr. Football eftir fimm eða tíu ár segir Hjörvar það vera það stórt vörumerki að það geti aldrei farið.

„Dr. Football hefur verið starfandi síðastliðin fimm ár og verður áfram næstu fimm árin. Dr. Football gæti orðið 50 ára.“

Fjallað er nánar um Dr. Football í Viðskiptablaðinu sem kom út 21. júlí síðastliðinn.