„Staðan er öll að batna en bílasala var dræm fyrstu mánuði ársins. Með hækkandi sól höfum við fundið fyrir mikilli aukningu á heimsóknum í sýningarsali og virðist fólk vera í kauphugleiðingum. Rafbílar eru enn mjög hagkvæmur kostur og hefur verð á rafbílum nánast staðið í stað frá því í fyrra, þegar tekið er tillit til 900.000 króna styrks frá Orkusjóði fyrir rafbíla sem eru verðlagðir undir 10 milljónum krónum. Við verðum vör við að fólk þekkir ekki nægjanlega vel þetta nýja fyrirkomulag og er undrandi á hversu hagkvæmur kostur rafbíllinn er þegar dæmið er reiknað til enda,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Bílablað Viðskiptablaðsins leitaðist eftir viðbrögðum frá sjö forstjórum á bílamarkaði en hægt er að lesa viðbrögð hinna sexhér.
„Síðustu ár hafa breytingar á innflutningsgjöldum ítrekað verið tilkynntar af stjórnvöldum með stuttum fyrirvara rétt fyrir áramót, og er því skiljanlegt að bifreiðakaupendur séu ekki alltaf með á hreinu hvaða reglur eru í gildi. Í dag er rausnarlegur styrkur frá Orkusjóði sem nemur 900 þúsund á bíl undir 10 milljónum krónum og er vægi hans því meira eftir því sem kaupverð bílsins er lægra. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi sett kílómetragjald á rafmagnsbíla eru rafmagnsbílarnir enn ódýrastir í rekstri. Svo vegur þungt hjá mörgum bifreiðakaupendum að aka á bíl sem nýtir endurnýjanlega ogumhverfisvæna orku,“ segir hann.
Friðbert segir að mikið sé um nýjungar í bílgreininni í dag. „Hekla kynnir á næstu mánuðum fjölda nýrra módela t.d. nýjan Skoda Kodiaq sem hefur verið mjög vinsæll bíll og Q6, nýjan rafmagnsbíl frá Audi sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur erlendis. Svo höfum við fengið mjög margar fyrirspurnir um nýja rúgbrauðið (rafbrauðið) – ID.Buzz sem kemur bæði fjórhjóladrifinn og sjö manna síðar á árinu. Þessi bíll verður einnig fáanlegur sem fjórhjóladrifinn sendibíll þegar líður á árið. Þá fagnar Golfinn 50 ára afmæli á árinu en meira en 37 milljónir hafa verið framleiddar af þessum vinsæla bíl í alls átta kynslóðum. Við hjá Heklu hlökkum mikið til að kynna sérstaka afmælisútgáfu af Golfinum og vitum að margir bíða hans með mikill eftirvæntingu,“ segir hann ennfremur.
Bílar, sérblað Viðskiptablaðsins, kom út í gær. Áskrifendur geta lesið viðtölin við forstjóra bílaumboðanna hér. Einnig geta áskrifendur lesið blaðið í heild sinni á vefnum.