Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggði sér þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi. Hún hefur ekki bara hlotið athygli fyrir árangur sinn á vellinum heldur einnig fyrir einstakan metnað, persónusjarma og jákvæðni hvar sem hún kemur fyrir.
Litlu hlutirnir hafa mest að segja
Spurð að því hvenær hún áttaði sig á því að atvinnumennska væri raunæfur möguleiki fyrir sig segir hún það hafa gerst á öðru árinu í skólanum. „Þegar ég fattaði það að ég gæti virkilega orðið atvinnugolfari hugsaði ég með mér „Heyrðu, ég ætla bara að gera þetta, ég ætla að verða atvinnumaður í golfi.“
Þrátt fyrir þétta dagskrá segist Ólafía samt hafa búið sér til pláss fyrir aukaæfingar. „Ég ætlaði mér að verða enn betri. Og til þess að verða betri þurfti ég aukaæfingar.“ En í hverju fólust aukaæfingarnar? „Ég var sem dæmi ekkert sérstaklega liðug og ákvað því að bæta við tíu mínútum eftir hverja golfæfingu til þess eins að teygja. Svo bjó ég mér til mína eigin tækniæfingar sem að ég bætti líka inn í daginn. Galdurinn liggur í því að gera aukalega. Þar skipta mínútur máli. Ég hef fundið að það eru litu hlutirnir sem að maður gerir endurtekið og oft sem hafa mest að segja.“
Viðtalið við Ólafíu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð. “