Tökum er nú lokið á kvikmyndinni Allra síðasta veiðiferðin, sem er framhald á Síðustu veiðiferðinni sem sló svo eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Leikstjórar og handritshöfundar eru þeir Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Eins Viðskiptablaðið hefur greint frá er stefna þeir félagar að því að gera fimm myndir í þessari seríu en Allra síðasta veiðiferðin gerist við Laxá í Aðaldal.

Í viðtali í sérblaðinu Veiði, sem fylgir Viðskiptablaðinu, segir Þorkell að þeir Örn Marinó hafi alltaf vitað að íslenskir veiðimenn myndu vilja sjá Síðustu veiðiferðina en þeir hafi líka gert ráð fyrir öðrum hópi.

„Við gerðum okkar eigin markaðsgreiningu og hún leiddi ljós að mjög stór partur af kúnnahópnum yrði konur á miðjum aldri og eldri. Þá hlógu allir, það halda alltaf allir að við séum að grínast en við kunnum ekki að grínast. Það sem við segjum er það sem við meinum. Svo kom það í ljós að þegar sýningar hófust aftur eftir Covid þá var yfirleitt meirihlutinn í salnum konur, sem var nákvæmlega eins og við höfðum spáð. Konurnar eru auðvitað að forvitnast um þessar karlaferðir.“

Flestir veiðimenn, sem hafa séð Síðustu veiðiferðina, kannast við ákveðin atriði úr myndinni og geta fundið einhverja samsvörun við sínar eigin veiðiferðir. Er þá ekki endilega verið að meina að veiðimenn séu með lík í heita pottinum eins og gerðist í einni senunni.

„Ég var í þeim túr,“ segir Þorkell og vísar til líksins í pottinum. „Ég hef verið í flestum þessara veiðiferða. Ég og Örn Marinó förum í nokkra túra á hverju ári. Þetta hefur samt róast aðeins hjá okkur. Það er alveg geggjað að setjast upp í bíl og halda í veiði en þetta er ekki eins og gamla daga þegar maður nötraði hreinlega úr spenningi á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna. Við förum alltaf í Mýrarkvíslina og erum mest á Norðausturlandinu. Við reynum að koma okkur sem lengst í burtu frá höfuðborgarsvæðinu. Túrarnir eru alltaf lengjast en þeir eru líka að verða afslappaðri en áður.“

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Veiði, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

Tökum er nú lokið á kvikmyndinni Allra síðasta veiðiferðin, sem er framhald á Síðustu veiðiferðinni sem sló svo eftirminnilega í gegn á síðasta ári. Leikstjórar og handritshöfundar eru þeir Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Eins Viðskiptablaðið hefur greint frá er stefna þeir félagar að því að gera fimm myndir í þessari seríu en Allra síðasta veiðiferðin gerist við Laxá í Aðaldal.

Í viðtali í sérblaðinu Veiði, sem fylgir Viðskiptablaðinu, segir Þorkell að þeir Örn Marinó hafi alltaf vitað að íslenskir veiðimenn myndu vilja sjá Síðustu veiðiferðina en þeir hafi líka gert ráð fyrir öðrum hópi.

„Við gerðum okkar eigin markaðsgreiningu og hún leiddi ljós að mjög stór partur af kúnnahópnum yrði konur á miðjum aldri og eldri. Þá hlógu allir, það halda alltaf allir að við séum að grínast en við kunnum ekki að grínast. Það sem við segjum er það sem við meinum. Svo kom það í ljós að þegar sýningar hófust aftur eftir Covid þá var yfirleitt meirihlutinn í salnum konur, sem var nákvæmlega eins og við höfðum spáð. Konurnar eru auðvitað að forvitnast um þessar karlaferðir.“

Flestir veiðimenn, sem hafa séð Síðustu veiðiferðina, kannast við ákveðin atriði úr myndinni og geta fundið einhverja samsvörun við sínar eigin veiðiferðir. Er þá ekki endilega verið að meina að veiðimenn séu með lík í heita pottinum eins og gerðist í einni senunni.

„Ég var í þeim túr,“ segir Þorkell og vísar til líksins í pottinum. „Ég hef verið í flestum þessara veiðiferða. Ég og Örn Marinó förum í nokkra túra á hverju ári. Þetta hefur samt róast aðeins hjá okkur. Það er alveg geggjað að setjast upp í bíl og halda í veiði en þetta er ekki eins og gamla daga þegar maður nötraði hreinlega úr spenningi á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna. Við förum alltaf í Mýrarkvíslina og erum mest á Norðausturlandinu. Við reynum að koma okkur sem lengst í burtu frá höfuðborgarsvæðinu. Túrarnir eru alltaf lengjast en þeir eru líka að verða afslappaðri en áður.“

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Veiði, sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .