Eigendur körfuboltaliðsins Boston Celtics hafa samþykkt kauptilboð upp á 6,1 milljarð dala frá Bill Chisholm, framkvæmdastjóra og meðstofnanda fjárfestingarfyrirtækisins Symphony Technology Group.
Um er að ræða hæsta kaupverð á bandarísku íþróttaliði í sögunni en fyrra met var sett með sölu NFL-liðsins Washington Commanders árið 2023.
Samkvæmt CBS hefur Chisholm, sem er uppalin í Massachusetts og mikill stuðningsmaður Celtics, náð samkomulagi við Boston Basketball Partners, eigendahópinn sem Wyc Grousbeck leiðir, um kaup á liðinu.
Í júlí á síðasta ári, eftir að Celtics unnu sinn 18. meistaratitil, tilkynnti eigendahópurinn að liðið væri til sölu, en Grousbeck ætlaði að halda áfram sem stjórnandi liðsins til 2028.
Að sögn Boston Globe mun Grousbeck áfram gegna stjórnunarhlutverki við yfirfærsluna.
Celtics unnu sinn fyrsta titil í 16 ár í júní síðastliðnum og eru spáð sterkri titilvörn í komandi úrslitakeppni.
BREAKING: Bill Chisholm, managing partner at Symphony Technology Group, has agreed to purchase the Boston Celtics from the Grousbeck family for a valuation for $6.1 billion, sources tell ESPN. This now is the largest sale for a sports franchise in North America. pic.twitter.com/iPphqSQswe
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 20, 2025