Greining á vökva sem var varðveittur í tvö þúsund ára gömlu rómversku grafhýsi á Suður-Spáni staðfesti að vökvinn sé elsta vín sem fundist hefur í fljótandi formi.

Kerið sem geymdi vínið fannst árið 2019 þegar fornleifafræðingar fundu grafhýsið, sem var í notkun á 1. öld e.Kr., í spænsku borginni Carmona nálægt Sevilla.

Greining á vökva sem var varðveittur í tvö þúsund ára gömlu rómversku grafhýsi á Suður-Spáni staðfesti að vökvinn sé elsta vín sem fundist hefur í fljótandi formi.

Kerið sem geymdi vínið fannst árið 2019 þegar fornleifafræðingar fundu grafhýsið, sem var í notkun á 1. öld e.Kr., í spænsku borginni Carmona nálægt Sevilla.

Staðurinn var talinn mjög óvenjulegur þar sem hann var að mestu óhreyfður og virtist engu hafa verið raskað frá því að hann var yfirgefinn af Rómverjum. Fornleifafræðingar gerðu ráð fyrir að þetta hefðu verið fjölskyldugrafhús sem tilheyrðu þeim íbúum sem þar bjuggu.

Í veggjum herbergjanna voru geymd duftker með líkbrennsluleifum ásamt öðrum minjum eins og perlum, hamppokum, ilmvatni og glerskálum. Í einu kerinu fannst fimm lítra krukka full af varðveittum, rauðleitum vökva.

Samkvæmt skýrslu sem birt var í Journal of Archaelogical Science var sagt að vökvinn gæti ekki hafa borist inn í kerið með flóði eða leka þar sem kerið var loftþétt og voru umhverfisaðstæður sömuleiðis mjög þurrar.

Áður fyrr var elsta uppgötvunin talin vera fljótandi vín í rómverskri glerkrukku sem fannst í þýsku borginni Speyer árið 1867.