Listasafn Íslands fagnar 140 ára afmæli sínu með stórri sýningu sem ber heitið Innsýn, útsýn - Listasafn Íslands í 140 ár. Sýningin opnar 12. október 2024 og stendur til 30. mars 2025. Þar verða sýnd verk eftir nær 100 listamenn og koma þau frá ólíkum tímum listasögunnar. Verkin spanna allt frá stofnun safnsins fram til samtímans. Sýningunni er skipt upp í fjóra hluta sem eru: samfélagið, myndir af manneskjum, form og maður og náttúra.

Listasafn Íslands fagnar 140 ára afmæli sínu með stórri sýningu sem ber heitið Innsýn, útsýn - Listasafn Íslands í 140 ár. Sýningin opnar 12. október 2024 og stendur til 30. mars 2025. Þar verða sýnd verk eftir nær 100 listamenn og koma þau frá ólíkum tímum listasögunnar. Verkin spanna allt frá stofnun safnsins fram til samtímans. Sýningunni er skipt upp í fjóra hluta sem eru: samfélagið, myndir af manneskjum, form og maður og náttúra.

Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, segir að sýningin gefi einstakt tækifæri til að skoða hvernig þjóðin hefur þróast og breyst í gegnum sjónlistir. „Gestir fá að upplifa hvernig ímynd okkar sem þjóð verður til og hvernig hún tekur sífelldum breytingum,“ segir hún. „Hvernig við horfum á okkur sjálf í tengslum við náttúruna og jafnframt í tengslum við aðrar lífverur sem deila henni með okkur“​.

Meðal merkustu verkanna á sýningunni er málverkið Ein á gangi í skóginum eftir Berthu Wegmann en verkið var viðgert og hreinsað fyrir sýninguna. Auk þess eru verk eftir heimsþekkta listamenn eins og Pablo Picasso, Edward Munch og Dieter Roth, auk glænýrra verka íslenskra samtímalistamanna eins og Melanie Ubaldo.