Bókaútgáfan Salka hefur gefið út bókina Við straumana. Þetta er einkar falleg veiðidagbók fyrir veiðimenn.

Bókaútgáfan Salka hefur gefið út bókina Við straumana. Þetta er einkar falleg veiðidagbók fyrir veiðimenn.

Salka, sem er bæði bókaútgáfa og bókabúð, er í eigu Daggar Hjaltalín og Önnu Leu Friðriksdóttur, sem báðar eru miklar veiðikonur.

Dögg segir að vantað hafi svona dagbók á markaðinn. Í bókina geti veiðimenn skráð afla og ítarlegar upplýsingar um fiskana sem koma á land. Ekki síður sé bókin ætluð til að skrá veiðisögur, sem gaman sé að rifja upp síðar.

Við straumana er ekki bara veiðibók því hana prýða tilvitnanir um veiði og myndir eftir Guðmund frá Miðdal úr bókinni Fjallamönnum en Guðmundur var mikill veiðimaður.

„Þetta er algjör skyldueign stangaveiðimanna,“ segir Dögg en Salka hefur áður gefið út veiðibækurnar Dagbók urriða, Ólaf Tómas Guðbjartsson, Undir sumarhimni eftir Sölvar Björn Sigurðsson, Ána eftir Bubba Morthens og bókina Ástin á Laxá eftir Hildi Hermóðsdóttur.

Umfjöllunin birtist fyrst í Veiði, sérblaði Viðskiptablaðsins.