Hvort sem þú ert reyndur veiðimaður eða nýgræðingur sem er jafnvel að reyna að tengja ána við samfélagsmiðlana, þá mun þessi veiðifatnaður tryggja að þú sért alltaf til fyrirmyndar.
Veiðitískan getur verið mismunandi eftir árum og vinahópum, og það er jú oft meira í húfi að heilla veiðifélagana en að ná laxi. Eina stundina eru allir í klassískum köflóttum skyrtum og næstu eins og breskt aðalsfólk. Þú vilt ekki bara fylgja straumnum – þú vilt leiða hann. Svo, komdu og vertu smart við árbakkann – það er komið að tískuveiði!
Umfjöllunin er úr nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið blaðið í heild hér.