Í til­efni af 150 ára af­mæli ís­lenska frí­merkisins gefur Pósturinn út fjögur ný frí­merki í ár. Myndirnar á frí­merkjunum eru teknar með dróna en Ragnar Th. Sigurðs­son, ljós­myndari, fangaði fjöl­breyti­leika ís­lenskrar náttúru sem nýtur sín vel á nýju frí­merkjunum.

Fyrstu ís­lensku frí­merkin voru gefin út 1873, hin svo­kölluðu skildinga­frí­merki. Út­gáfu­dagurinn er í dag, 23. ágúst 2023. Pósturinn minnist þessara tíma­móta með út­gáfu smáarkar sem inni­heldur fjögur sjálf­límandi frí­merki, bæði 50 og 100 g að verð­gildi, fyrir bréf­sendingar innan og utan Evrópu. Hægt verður að festa kaup á smá­örkinni frá og með deginum í dag á 1950 kr.

Á­kveðið var að frí­merkin ættu að vera lýsandi fyrir Ís­land og náttúruna.

„Við fengum til leiks með okkur fyrr­verandi starfs­mann Frí­merkja­sölu Póstsins, Vil­hjálm Sigurðs­son og honum til að­stoðar eina nú­verandi starfs­mann Frí­merkja­sölunnar, Sig­ríði Ást­munds­dóttur. Þau fengu Örn Smára Gísla­son til að hanna smá­örkina,“ segir Þór­hildur Ólöf Helga­dóttir, for­stjóri Póstsins.

Myndirnar á frí­merkjunum eru teknar með dróna. „Ragnar Th. Sigurðs­son, ljós­myndari, fangaði fjöl­breyti­leika ís­lenskrar náttúru sem nýtur sín vel á nýju frí­merkjunum. Marg­breyti­leiki ís­lenskrar náttúru er í aðal­hlut­verki, sam­spil elds og íss annars vegar, ó­við­jafnan­legar and­stæður í lands­lagi og hins vegar loft­hjúpur jarðar, leiftrandi norður­ljós,“ segir hún.

Myndirnar hafa ekki birst áður í safni ís­lenskra frí­merkja að sögn Þór­hildar.

„Við teljum að þau verði vin­sæl á ferða­manna­stöðum til minningar um heim­sókn til Ís­lands, auk þess sem frí­merkja­safnarar eru á­nægðir með að Pósturinn skuli fagna þessum tíma­mótum með út­gáfu frí­merkja,“ segir Þór­hildur enn fremur.